Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 07:02 Ákærurnar á hendur Trump virðast ekki hafa haft áhrif á stuðning við hann í forvali Repúblikana. AP/Andrew Harnik „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira