Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 13:01 John Lennon á leið í upptökur á síðustu plötu sinni, Double Fantasy, í upptökustúdíóinu The Hit Factory í New York árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn til bana. Hins vegar skildi hann eftir kassettu fyrir Paul McCartney með óútgefnum lögum sem hafa nýst eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar. Getty Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“. Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“.
Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira