Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 08:12 Pence sagði Repúblikanaflokkinn verða að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira