Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 08:49 Sjúklingar þurfa að bíða lengur vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki og þá er hætt við að ekki verði hægt að sinna ákveðinni þjónustu, svo sem bólusetningum. Getty Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið. Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið.
Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira