Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:56 Mark Gould hlaut ellefu ára fangelsi. Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu. Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu.
Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26