Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:56 Mark Gould hlaut ellefu ára fangelsi. Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu. Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu.
Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26