Geðþóttaákvarðanir valdhafanna Þórarinn Eyfjörð skrifar 30. maí 2023 09:00 Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun