Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. maí 2023 15:28 Phillip Schofield hefur lengi verið vinsælasti sjónvarpsmaður Bretlands. Spjót slúðurblaðanna beinast nú að honum. Getty/Max Mumby Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Mikið hefur farið fyrir Schofield, sem stýrði morgunþættinum vinsæla This morning á ITV, á forsíðum bresku slúðurblaðanna síðustu daga, eða frá því að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við mun yngri samstarfsmann á stöðinni. Schofield er sjálfur 61 árs. Hann skildi við eiginkonu sína til margra ára fyrir tveimur árum þegar hann kom út úr skápnum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í blaðinu Daily mail þar sem hann gekkst við sambandinu og viðurkenndi að hafa logið að öðrum samstarfsmönnum og vinnuveitenda, sem hafði rannsakað sambandið í kjölfar ábendinga. Hann hefur nú sent ITV lausnarbeiðni. Kynntist táningi Samkvæmt Sky news átti Schofield í sambandi við mann sem var táningur þegar þeir Schofield kynntust fyrst. Sá hafi ekki viljað að samband þeirra yrði opinbert. Í yfirlýsingu sagði Schofield að báðir hafi verið samþykkir sambandinu. „Öfugt við getgátur kynntist ég honum þegar hann var enn táningur og ég var beðinn um að ryðja brautina fyrir hann innan bransans. Það var ekki fyrr en hann hóf störf við þáttagerðina sem sambandið varð meira en vinasamband,“ segir í yfirlýsingu Schofield. „Þetta samband var heimskulegt, en ekki ólöglegt. Það er nú búið.“ Lygari með ranghugmyndir Eamonn Holmes sem stýrði morgunþættinum með Schofield gaf einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar Schofield lygara og að hann væri „tregur til að gefa lygaranum meira umtal.“ Yfirlýsinguna sendi Holmes frá sér vegna orða Schofield um að gagnrýnendur hans væru aðeins „nokkrir einstaklingar sem hafa lengi haft horn í síðu mér,“ eins og hann orðaði það. Holmes taldi orðunum beint að sér og svaraði fullum hálsi: „Þú valdir ranga manneskju... ef þú ert að leita þér að slag.“ Félagarnir og fyrrum samstarfsmennirnir Eamonn og Phillip þegar allt lék í lyndi við stjórn morgunþáttarins.Skjáskot Bretland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Schofield, sem stýrði morgunþættinum vinsæla This morning á ITV, á forsíðum bresku slúðurblaðanna síðustu daga, eða frá því að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við mun yngri samstarfsmann á stöðinni. Schofield er sjálfur 61 árs. Hann skildi við eiginkonu sína til margra ára fyrir tveimur árum þegar hann kom út úr skápnum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í blaðinu Daily mail þar sem hann gekkst við sambandinu og viðurkenndi að hafa logið að öðrum samstarfsmönnum og vinnuveitenda, sem hafði rannsakað sambandið í kjölfar ábendinga. Hann hefur nú sent ITV lausnarbeiðni. Kynntist táningi Samkvæmt Sky news átti Schofield í sambandi við mann sem var táningur þegar þeir Schofield kynntust fyrst. Sá hafi ekki viljað að samband þeirra yrði opinbert. Í yfirlýsingu sagði Schofield að báðir hafi verið samþykkir sambandinu. „Öfugt við getgátur kynntist ég honum þegar hann var enn táningur og ég var beðinn um að ryðja brautina fyrir hann innan bransans. Það var ekki fyrr en hann hóf störf við þáttagerðina sem sambandið varð meira en vinasamband,“ segir í yfirlýsingu Schofield. „Þetta samband var heimskulegt, en ekki ólöglegt. Það er nú búið.“ Lygari með ranghugmyndir Eamonn Holmes sem stýrði morgunþættinum með Schofield gaf einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar Schofield lygara og að hann væri „tregur til að gefa lygaranum meira umtal.“ Yfirlýsinguna sendi Holmes frá sér vegna orða Schofield um að gagnrýnendur hans væru aðeins „nokkrir einstaklingar sem hafa lengi haft horn í síðu mér,“ eins og hann orðaði það. Holmes taldi orðunum beint að sér og svaraði fullum hálsi: „Þú valdir ranga manneskju... ef þú ert að leita þér að slag.“ Félagarnir og fyrrum samstarfsmennirnir Eamonn og Phillip þegar allt lék í lyndi við stjórn morgunþáttarins.Skjáskot
Bretland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira