Fjögur þúsund kvartað yfir draugabremsun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 08:24 Þúsundir hafa kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu og draugabremsun. Vísir/Vilhelm Bílaframleiðandinn Tesla hefur fengið þúsundir kvartana vegna aðstoðarkerfis ökumanna. Einnig hefur fyrirtækinu mistekist að verja upplýsingar um viðskiptavini og starfsmenn. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022. Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022.
Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23