Bretar viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 11:13 Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Bretland og Rishi Sunak forsætisráðherra fyrr í mánuðinum. Getty Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins. Alþingi samþykkti sambærilega þingsályktunartillögu í mars síðastliðnum. Það er að Ísland lýsi því yfir að hungursneyðin Holodomor í Úkraínu, árin 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. En leitt hefur verið að því líkur að því að gjörðir stjórnar Jósefs Stalín hafi leitt hungursneyðina af sér. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti hefur lagt áherslu á málið við ríki heims. Rússar hafa hafnað því að Holodomor hafi verið þjóðarmorð. Á bilinu þrjár til fimm milljónir létust. Rússar stela korni Neðri deild breska þingsins greiddi atkvæði með tillögunni á fimmtudag. Það var Pauline Latham, þingmaður Íhaldsflokksins, sem lagði hana fram. Sagði Latham að þessir atburðir hefðu samhljóm með núverandi stöðu alþjóðamála. Það er að Rússar væru að stela úkraínsku korni á hernumdum úkraínskum svæðum. „Þess vegna verðum við að veita úkraínskum stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu þá vissu að Bretland, eða að minnsta kosti breska þingið, muni ekki hunsa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni,“ sagði hún. Eistar riðu á vaðið Eistar voru fyrsta þjóðin til að viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð, árið 1993. Ástralar fylgdu í kjölfarið en síðan gerðist lítið sem ekkert í áratug. Eftir samþykkt breska þingsins hafa alls 28 ríkisstjórnir og þjóðþing viðurkennt ódæðið sem og þing Evrópusambandsins. Þetta eru meðal annars Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Kanada, Mexíkó, Brasilía og Vatíkanið. Úkraínumenn sjálfir viðurkenndu þjóðarmorðið árið 2006. Þá hafa fjölmörg önnur ríki undirritað yfirlýsingu í Sameinuðu þjóðunum um að Holodomor hafi verið „harmleikur úkraínsku þjóðarinnar orsakað af ógnarstjórn.“ Meðal annars Danmörk, Finnland, Pólland, Spánn, Argentína og Ísrael. Flest ríki Afríku, Asíu og Eyjaálfu hafa ekki skrifað undir yfirlýsingar af þessu tagi. Heldur ekki Norðmenn og Svíar. Ungir drengir safna kartöflum.Getty Búfénaður féll einnig í stórum stíl í Holodomor.Getty Faðir þessa drengs var skotinn af hermönnum fyrir að reyna að útvega sér mat.Getty Lík í heyvagniGetty Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Alþingi samþykkti sambærilega þingsályktunartillögu í mars síðastliðnum. Það er að Ísland lýsi því yfir að hungursneyðin Holodomor í Úkraínu, árin 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. En leitt hefur verið að því líkur að því að gjörðir stjórnar Jósefs Stalín hafi leitt hungursneyðina af sér. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti hefur lagt áherslu á málið við ríki heims. Rússar hafa hafnað því að Holodomor hafi verið þjóðarmorð. Á bilinu þrjár til fimm milljónir létust. Rússar stela korni Neðri deild breska þingsins greiddi atkvæði með tillögunni á fimmtudag. Það var Pauline Latham, þingmaður Íhaldsflokksins, sem lagði hana fram. Sagði Latham að þessir atburðir hefðu samhljóm með núverandi stöðu alþjóðamála. Það er að Rússar væru að stela úkraínsku korni á hernumdum úkraínskum svæðum. „Þess vegna verðum við að veita úkraínskum stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu þá vissu að Bretland, eða að minnsta kosti breska þingið, muni ekki hunsa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni,“ sagði hún. Eistar riðu á vaðið Eistar voru fyrsta þjóðin til að viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð, árið 1993. Ástralar fylgdu í kjölfarið en síðan gerðist lítið sem ekkert í áratug. Eftir samþykkt breska þingsins hafa alls 28 ríkisstjórnir og þjóðþing viðurkennt ódæðið sem og þing Evrópusambandsins. Þetta eru meðal annars Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Kanada, Mexíkó, Brasilía og Vatíkanið. Úkraínumenn sjálfir viðurkenndu þjóðarmorðið árið 2006. Þá hafa fjölmörg önnur ríki undirritað yfirlýsingu í Sameinuðu þjóðunum um að Holodomor hafi verið „harmleikur úkraínsku þjóðarinnar orsakað af ógnarstjórn.“ Meðal annars Danmörk, Finnland, Pólland, Spánn, Argentína og Ísrael. Flest ríki Afríku, Asíu og Eyjaálfu hafa ekki skrifað undir yfirlýsingar af þessu tagi. Heldur ekki Norðmenn og Svíar. Ungir drengir safna kartöflum.Getty Búfénaður féll einnig í stórum stíl í Holodomor.Getty Faðir þessa drengs var skotinn af hermönnum fyrir að reyna að útvega sér mat.Getty Lík í heyvagniGetty
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32
Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50