Velferðarmálin efst á forgangslista raunsærrar Samfylkingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 12:47 Jóhann Páll segir Samfylkingarfólk ekki kippa sér upp við gagnrýni frá Viðreisn eða Sjálfstæðisflokknum. „Samfylkingin hefur gjörbreytt sinni forgangsröðun eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður flokksins og við erum bara mjög raunsæ á Evrópumálin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar um gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á afstöðu flokksins. Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann. Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann.
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent