Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. maí 2023 09:00 Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun