Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2023 18:55 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. sigurjón ólason Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“ Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“
Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12