Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2023 11:16 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir hádegi í dag. Vísir/Arnar Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur verið hér á landi síðustu daga og hitt fjölmarga fulltrúa úr efnahagslífinu til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. Niðurstöður vinnu hópsins voru kynntar á fundi í Safnahúsinu í Reykjavík í dag. Ójafnvægi hér á landi Nefndin segir að hér á landi sé ákveðið ójafnvægi, til að mynda vegna hás verð á innflutningi og hás húsnæðisverðs, en þess er vænst að minnkandi vöxtur innlendrar eftirspurnar dragi úr því. Til að draga úr ójafnvægi þarf einnig aðhaldssamari og vel samhæfða efnahagsstefnu sem ætti að hafa það að markmiði að beina innlendri eftirspurn á sjálfbært stig og minnka verðbólgu. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent en að mati nefndarinnar gæti hún komist þangað í lok árs 2025. Til þess að komast þangað þarf þó mögulega að hækka meginvexti enn frekar. Að mati nefndarinnar þarf Seðlabankinn að halda þröngu taumhaldi í þeim málum. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Aðhald í rekstri hins opinbera Til þess að draga úr verðbólgu þarf hið opinbera að sjá til þess að rétta af halla sinn. Halli af heildarafkomu hins opinbera á árinu er það sem nemur 1,7 prósenti af landsframleiðslu. „Ef tekjur verða minni en samkvæmt fjármálaáætlun, eins og spá AGS bendir til, þarf meira aðhald í opinberum fjármálum þótt gæta verði að því að verja viðkvæma hópa gagnvart áhrifum þess. Eftir 2023 væri varfærið að hraða bata í afkomu hins opinbera frekar með því að ná jafnvægi í afkomu ríkissjóðs og láta fjármálareglur taka aftur gildi árið 2025, einu ári fyrr en stefnt er að. Með því væru send skýr skilaboð um staðfestu stjórnvalda gagnvart ábyrgð í opinberum fjármálum og byggður upp viðnámsþróttur gagnvart áföllum framtíðar,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar. Nefndin segir að það þurfi aðhald sem nemur einu til tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Sú stefna hefur verið boðuð að hluta til með fjármálaáætlun. Leggur nefndin til að dregin verði til baka þrjú til sex prósent raunaukning útgjalda í samanburði við síðustu fjármálaáætlun, flokkum í lægra þrepi virðisaukaskatts yrði fækkað og að aðrir skattstyrkir yrðu endurskoðaðir. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þau þurfa að leiðrétta halla reksturs hins opinbera að mati nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Tryggja gæði kaupenda í Íslandsbanka Salan á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka mun hjálpa til að byggja upp svigrúm í opinberum fjármálum en að mati nefndarinnar þarf að ljúka henni með þeim hætti að gæði eigenda séu virt. FSAP-úttekt nefndarinnar gefur til kynna að hægt væri að bæta viðnámsþrótt enn frekar með því að tryggja eftirlitsstofnunum nægileg völd, aðföng og sjálfstæði. Meðal annars ættu starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins að víkja úr fjármálaeftirlitsnefnd. „Formfesting framsalsheimilda vegna ákvarðana í fjármálaeftirliti innan Seðlabankans myndi tryggja betri ábyrgðarskil og skilvirkni. Einnig þarf að veita starfsfólki Seðlabankans fullnægjandi skaðleysi í störfum sínum,“ segir í álitinu. Kjaraviðræðurnar mikilvægar Kjaraviðræðurnar sem framundan eru séu tækifæri til að tengja betur saman laun og framleiðnivöxt á Íslandi. Nefndin segir að kjarasamningar hér á landi hafi verið árangursríkir hvað varðar að stuðla að þátttöku og draga úr fátækt en síður þegar kemur að því að tryggja að launahækkanir setji ekki þrýsting til aukningar verðbólgu eða dragi úr samkeppnishæfi landsins. „Til að ná fram betri tengingu á milli raunlauna og framleiðnivaxtar ætti í kjaraviðræðum síðar á þessu ári að endurskoða framsetningu hagvaxtaraukans sem var innifalinn í samningunum 2019-22, meðal annars með því að tengja hagvaxtaraukann við aukna framleiðni vinnuafls miðað við upphaf samningsins. Einnig ætti að styrkja leiðir til að leysa úr langvarandi deilum meðal annars með því að tryggja að ríkissáttasemjari geti leitt samningsaðila saman og gert tillögur sem miða að því að leysa deilur,“ segir í áliti nefndarinnar. Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Verðlag Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur verið hér á landi síðustu daga og hitt fjölmarga fulltrúa úr efnahagslífinu til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. Niðurstöður vinnu hópsins voru kynntar á fundi í Safnahúsinu í Reykjavík í dag. Ójafnvægi hér á landi Nefndin segir að hér á landi sé ákveðið ójafnvægi, til að mynda vegna hás verð á innflutningi og hás húsnæðisverðs, en þess er vænst að minnkandi vöxtur innlendrar eftirspurnar dragi úr því. Til að draga úr ójafnvægi þarf einnig aðhaldssamari og vel samhæfða efnahagsstefnu sem ætti að hafa það að markmiði að beina innlendri eftirspurn á sjálfbært stig og minnka verðbólgu. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent en að mati nefndarinnar gæti hún komist þangað í lok árs 2025. Til þess að komast þangað þarf þó mögulega að hækka meginvexti enn frekar. Að mati nefndarinnar þarf Seðlabankinn að halda þröngu taumhaldi í þeim málum. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Aðhald í rekstri hins opinbera Til þess að draga úr verðbólgu þarf hið opinbera að sjá til þess að rétta af halla sinn. Halli af heildarafkomu hins opinbera á árinu er það sem nemur 1,7 prósenti af landsframleiðslu. „Ef tekjur verða minni en samkvæmt fjármálaáætlun, eins og spá AGS bendir til, þarf meira aðhald í opinberum fjármálum þótt gæta verði að því að verja viðkvæma hópa gagnvart áhrifum þess. Eftir 2023 væri varfærið að hraða bata í afkomu hins opinbera frekar með því að ná jafnvægi í afkomu ríkissjóðs og láta fjármálareglur taka aftur gildi árið 2025, einu ári fyrr en stefnt er að. Með því væru send skýr skilaboð um staðfestu stjórnvalda gagnvart ábyrgð í opinberum fjármálum og byggður upp viðnámsþróttur gagnvart áföllum framtíðar,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar. Nefndin segir að það þurfi aðhald sem nemur einu til tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Sú stefna hefur verið boðuð að hluta til með fjármálaáætlun. Leggur nefndin til að dregin verði til baka þrjú til sex prósent raunaukning útgjalda í samanburði við síðustu fjármálaáætlun, flokkum í lægra þrepi virðisaukaskatts yrði fækkað og að aðrir skattstyrkir yrðu endurskoðaðir. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þau þurfa að leiðrétta halla reksturs hins opinbera að mati nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Tryggja gæði kaupenda í Íslandsbanka Salan á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka mun hjálpa til að byggja upp svigrúm í opinberum fjármálum en að mati nefndarinnar þarf að ljúka henni með þeim hætti að gæði eigenda séu virt. FSAP-úttekt nefndarinnar gefur til kynna að hægt væri að bæta viðnámsþrótt enn frekar með því að tryggja eftirlitsstofnunum nægileg völd, aðföng og sjálfstæði. Meðal annars ættu starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins að víkja úr fjármálaeftirlitsnefnd. „Formfesting framsalsheimilda vegna ákvarðana í fjármálaeftirliti innan Seðlabankans myndi tryggja betri ábyrgðarskil og skilvirkni. Einnig þarf að veita starfsfólki Seðlabankans fullnægjandi skaðleysi í störfum sínum,“ segir í álitinu. Kjaraviðræðurnar mikilvægar Kjaraviðræðurnar sem framundan eru séu tækifæri til að tengja betur saman laun og framleiðnivöxt á Íslandi. Nefndin segir að kjarasamningar hér á landi hafi verið árangursríkir hvað varðar að stuðla að þátttöku og draga úr fátækt en síður þegar kemur að því að tryggja að launahækkanir setji ekki þrýsting til aukningar verðbólgu eða dragi úr samkeppnishæfi landsins. „Til að ná fram betri tengingu á milli raunlauna og framleiðnivaxtar ætti í kjaraviðræðum síðar á þessu ári að endurskoða framsetningu hagvaxtaraukans sem var innifalinn í samningunum 2019-22, meðal annars með því að tengja hagvaxtaraukann við aukna framleiðni vinnuafls miðað við upphaf samningsins. Einnig ætti að styrkja leiðir til að leysa úr langvarandi deilum meðal annars með því að tryggja að ríkissáttasemjari geti leitt samningsaðila saman og gert tillögur sem miða að því að leysa deilur,“ segir í áliti nefndarinnar.
Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Verðlag Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira