Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 10:24 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, og Virginia „Ginni“ Thomas, eiginkona hans. Hún er fyrirferðamikil í stjórnmálastarfi bandarískra íhaldsmanna. Vísir/Getty Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04