Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 22:27 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu vegna sambands hans við íhaldssaman auðjöfur. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Umræddur auðjöfur heitir Harlan Crow en stutt er síðan að fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að hann hefði um árabil boðið Thomas í lúxusferðir og keypt af honum fasteignir. Þar á meðal húsnæði móður Thomas sem auðjöfurinn gerði upp og leyfði móðurinni að búa þar áfram. Þessu hefur rannsóknarmiðilinn ProPublica sagt frá á undanförnum vikum. Sjá einnig: Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana ProPublica sagði frá því í dag að Crow hefði greitt skólagjöld í tveimur skólum fyrir Mark Martin, frænda Thomas sem hann ól upp en þar er um að ræða meira en sex þúsund dali á mánuði. ProPublica sagði að ef Crow hefði greitt fyrir fjögurra ára skólagöngu drengsins hefði upphæðin farið yfir 150 þúsund dali. AP fréttaveitan vitnar í lögmanninn Mark Paoletta, sem er vinur Thomas til margra ára, en hann segir að Crow hafi á sínum tíma lagt til að Martin færi í Randolph-Macon Acadamey heimavistarskóla árið 2006 og bauðst hann til að borga fyrir fyrsta árið hans þar, sem hann gerði. Forsvarsmenn skólans lögðu svo í kjölfarið til, samkvæmt Paoletta, að Martin færi í annan heimavistarskóla árið eftir og greiddi Crow einnig skólagjöld hans þar. Paoletta segir að greiðslurnar hafi farið beint til skólanna og heldur því fram að verið sé að reyna að búa til skandala í tengslum við Thomas. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir það í dag og saka Demókrata um að grafa undan Thomas og Hæstarétti Bandaríkjanna. Thomas var skipaður í embætti af George H. W. Bush árið 1990. Þingmenn Demókrataflokksins hafa tekið aðra afstöðu í dag en þeirra á meðal er Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður frá Oregon. Hann sagði að uppljóstranir um samband Crow og Thomas og það að auðjöfurinn hafi haldið uppi lífsstíl fyrir Thomas sem hann hefði annars ekki haft efni á, vera gróft brot á siðferðisgildum, sem væru ekki nægilega öflug fyrir þegar kæmi að Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar hafa notað uppljóstranir um Thomas og það að Neil Gorsuch, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, seldi fasteign til forstjóra lögmannsstofu sem fer með mál fyrir Hæstarétti, rétt eftir að hann varð hæstaréttardómari og sagði ekki frá því hver hefði keypt eignina af honum, til að kalla eftir hertum siðferðisreglum um Hæstarétt Bandaríkjanna en því hafa Repúblikanar mótmælt. Sjá einnig: Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu John Roberts, forseti Hæstaréttar, neitaði nýverið að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, og ræða umbætur í siðamálum réttarins. Vísaði hann til þrískiptingar valds í Bandaríkjunum. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um nýjustu fregnir af Thomas. Hann segist vonast til þess að Roberts hafi lesið fréttirnar og skilji að aðgerðir séu nauðsynlegar. Trúverðugleiki Hæstaréttar Bandaríkjanna sé í húfi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Umræddur auðjöfur heitir Harlan Crow en stutt er síðan að fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að hann hefði um árabil boðið Thomas í lúxusferðir og keypt af honum fasteignir. Þar á meðal húsnæði móður Thomas sem auðjöfurinn gerði upp og leyfði móðurinni að búa þar áfram. Þessu hefur rannsóknarmiðilinn ProPublica sagt frá á undanförnum vikum. Sjá einnig: Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana ProPublica sagði frá því í dag að Crow hefði greitt skólagjöld í tveimur skólum fyrir Mark Martin, frænda Thomas sem hann ól upp en þar er um að ræða meira en sex þúsund dali á mánuði. ProPublica sagði að ef Crow hefði greitt fyrir fjögurra ára skólagöngu drengsins hefði upphæðin farið yfir 150 þúsund dali. AP fréttaveitan vitnar í lögmanninn Mark Paoletta, sem er vinur Thomas til margra ára, en hann segir að Crow hafi á sínum tíma lagt til að Martin færi í Randolph-Macon Acadamey heimavistarskóla árið 2006 og bauðst hann til að borga fyrir fyrsta árið hans þar, sem hann gerði. Forsvarsmenn skólans lögðu svo í kjölfarið til, samkvæmt Paoletta, að Martin færi í annan heimavistarskóla árið eftir og greiddi Crow einnig skólagjöld hans þar. Paoletta segir að greiðslurnar hafi farið beint til skólanna og heldur því fram að verið sé að reyna að búa til skandala í tengslum við Thomas. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir það í dag og saka Demókrata um að grafa undan Thomas og Hæstarétti Bandaríkjanna. Thomas var skipaður í embætti af George H. W. Bush árið 1990. Þingmenn Demókrataflokksins hafa tekið aðra afstöðu í dag en þeirra á meðal er Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður frá Oregon. Hann sagði að uppljóstranir um samband Crow og Thomas og það að auðjöfurinn hafi haldið uppi lífsstíl fyrir Thomas sem hann hefði annars ekki haft efni á, vera gróft brot á siðferðisgildum, sem væru ekki nægilega öflug fyrir þegar kæmi að Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar hafa notað uppljóstranir um Thomas og það að Neil Gorsuch, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, seldi fasteign til forstjóra lögmannsstofu sem fer með mál fyrir Hæstarétti, rétt eftir að hann varð hæstaréttardómari og sagði ekki frá því hver hefði keypt eignina af honum, til að kalla eftir hertum siðferðisreglum um Hæstarétt Bandaríkjanna en því hafa Repúblikanar mótmælt. Sjá einnig: Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu John Roberts, forseti Hæstaréttar, neitaði nýverið að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, og ræða umbætur í siðamálum réttarins. Vísaði hann til þrískiptingar valds í Bandaríkjunum. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um nýjustu fregnir af Thomas. Hann segist vonast til þess að Roberts hafi lesið fréttirnar og skilji að aðgerðir séu nauðsynlegar. Trúverðugleiki Hæstaréttar Bandaríkjanna sé í húfi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03