Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2023 07:23 Trump hefur neitað því að hafa nauðgað Carroll. AP/Sue Ogrocki Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira