Barnanauðgarar eiga nú yfir höfði sér dauðarefsingu í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 08:28 DeSantis segir Flórída munu berjast fyrir lögunum fyrir hæstarétti. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, hefur undirritað lög sem útvíkka dauðarefsinguna í ríkinu. Hér eftir verður hægt að dæma þá sem eru fundnir sekir um að nauðga barni yngra en 12 ára til dauða. DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira