Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 10:46 Prakazrel „Pras“ Michel við dómshús í Washington-borg í síðasta mánuði. Pras tróð upp með félögum sínum í Fugees á Íslandi á hátindi ferils sveitarinnar árið 1997. AP/Andrew Harnik Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu. Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu.
Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59