Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 10:46 Prakazrel „Pras“ Michel við dómshús í Washington-borg í síðasta mánuði. Pras tróð upp með félögum sínum í Fugees á Íslandi á hátindi ferils sveitarinnar árið 1997. AP/Andrew Harnik Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu. Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Réttarhöldin yfir Michel vöktu mikla athygli enda voru stórstjörnur og áhrifafólk á meðal vitna. Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio og Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gáfu meðal annar skýrslu fyrir dómi. Málið tengist óbeint stórfelldu fjársvikamáli í Malasíu þar sem þjóðarsjóður var rúinn inn að skinni. Ákæran gegn Michel var í tíu liðum og sakfelldi kviðdómur hann fyrir þá alla. Hann var meðal annars sakaður um að vinna fyrir erlent ríki án þess að gera grein fyrir þeim störfum, reyna að hafa áhrif á framburð vitna og að falsa gögn um framlög til stjórnmálaflokka, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Michel sögðu hann afar vonsvikinn með niðurstöðuna en að hún væri langt því frá endanleg. Leppaði kosningaframlög og reyndi að fá kínverskan andófsmann framseldan Forsaga málsins er sú að Michel, sem vann tvenn Grammy-verðlaun með Fugees á 10. áratugnum, var verulega fjárþurfi árið 2012. Þá naut hann góðs af því að hafa komist í kynni við Jho Low, malasískan kaupahéðin, sem var helst þekktur fyrir íburðarmiklar veislur og að fóðra vasa vestrænna stórstjarna árið 2006. Low sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir að draga sér 4,5 milljarða dollara úr malasíska þjóðarsjóðnum 1MDB. Á fyrsta áratug aldarinnar notaði hann féð til þess að lifa hátt og blanda geði við bandarískar stjörnur. Low fjármagnaði meðal annars kvikmynd DiCaprio „Úlfinn á Wall Street“. Saksóknarar héldu því fram að Michel hefði fallist á að beina um tveimur milljónum dollara, jafnvirði meira en 270 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóði Baracks Obama fyrir forsetakosningarnar 2012. Fyrir það hafi hann sjálfur þegið milljónir frá Low. Bandarísk kosningalög banna útlendingum að gefa stjórnmálaframboðum fé og því var Michel sakaður um að hjálpa Low að fela uppruna fjárins. Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu reyndi Michel að fá dómsmálaráðuneytið til þess að láta mál gegn Low vegna 1MDB-hneykslisins falla niður og senda Guo Wengui, kínverskan andófsmann, aftur til Kína. „Ókeypis peningur“ Michel hélt því fram fyrir dómi að um tuttugu milljónir dollara sem hann þáði frá Low hafi verið til þess að hjálpa Malasíumanninum að fá mynd af sér með Obama forseta. Hann hafi vissulega notað hluta fjárins til þess að greiða leið þriggja vina Low að fjáröflunarviðburði Obama en hann hafnaði því að það hafi verið að undirlagi Low. Lýsti Michel fénu sem hann þáði sem „ókeypis pening“. Saksóknarar bentu á að að Michel hefði seinna reynt að beita leppi sem hann fékk til þess að senda framboði Obama fé þrýstingi um að ræða ekki við rannsakendur. Hann hafi sent fólki smáskilaboð með frelsissímum (e. burner phone), að sögn AP-fréttastofunnar. Varðandi það að hann hefði aldrei skráð sig sem málsvari erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um bar Michel því við að lögmaður hans hefði aldrei upplýst hann um að það væri skylda. Low er á flótta en hann hefur haldið fram sakleysi sínu í malasíska fjárdráttarmálinu.
Bandaríkin Kína Malasía Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. 12. maí 2019 09:59