Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Stefán Ólafsson skrifar 26. apríl 2023 10:30 Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stefán Ólafsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun