Innleiða þurfi aftur aga til að bregðast við ofbeldisöldu og ópíóðafíkn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 14:58 Sigmundur segir að grípa þurfi til drastískra aðgerða. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að innleiða þurfi aftur aga og skilning á því hvað má og má ekki til að bregðast við öldu ofbeldis, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnafaraldri. Gefa þurfi skólastjórendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir. Þetta sagði Sigmundur á þingfundi fyrr í dag. Hann bendir í upphafi ræðu sinnar á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað varað við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi og kallað eftir aðgerðum til að bregðast við. „Við horfum líka upp á fíkniefnafaraldur, ekki hvað síst ópíóðafaraldur, sem borist hefur til Íslands. Nú heyrum við í auknum mæli, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði meðal barna og annarra ungmenna,“ segir Sigmundur. Þetta kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins alls. „Hluti af þeim viðbrögðum hlýtur að vera að innleiða hér aftur ákveðinn aga og skilning á því hvað má og hvað má ekki og gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir,“ segir Sigmundur. Segir það enga lausn að lögleiða fíkniefni Hann bendir á að þegar óöld ríkti í New York borg hafi svokallaðri rúðubrotskenningu verið fylgt til að takast á við glæpaöldu. „Sem fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti, gera strax við þar sem skemmdir höfðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot, að mati stjórnvalda, líklega bara list og skortur er á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ segir Sigmundur. Hann gagnrýnir að stjórnvöld hafi talað fyrir lögleiðingu fíkniefna. „Það er ekki hægt að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Við þurfum að gefa lögreglu og öðrum stjórnvöldum hér tækifæri til að takast á við þennan vanda og gera það af þeirri festu sem þessi stigvaxandi vandi samfélagsins kallar á.“ Miðflokkurinn Lögreglan Fíkniefnabrot Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þetta sagði Sigmundur á þingfundi fyrr í dag. Hann bendir í upphafi ræðu sinnar á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað varað við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi og kallað eftir aðgerðum til að bregðast við. „Við horfum líka upp á fíkniefnafaraldur, ekki hvað síst ópíóðafaraldur, sem borist hefur til Íslands. Nú heyrum við í auknum mæli, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði meðal barna og annarra ungmenna,“ segir Sigmundur. Þetta kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins alls. „Hluti af þeim viðbrögðum hlýtur að vera að innleiða hér aftur ákveðinn aga og skilning á því hvað má og hvað má ekki og gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir,“ segir Sigmundur. Segir það enga lausn að lögleiða fíkniefni Hann bendir á að þegar óöld ríkti í New York borg hafi svokallaðri rúðubrotskenningu verið fylgt til að takast á við glæpaöldu. „Sem fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti, gera strax við þar sem skemmdir höfðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot, að mati stjórnvalda, líklega bara list og skortur er á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ segir Sigmundur. Hann gagnrýnir að stjórnvöld hafi talað fyrir lögleiðingu fíkniefna. „Það er ekki hægt að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Við þurfum að gefa lögreglu og öðrum stjórnvöldum hér tækifæri til að takast á við þennan vanda og gera það af þeirri festu sem þessi stigvaxandi vandi samfélagsins kallar á.“
Miðflokkurinn Lögreglan Fíkniefnabrot Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44