Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:14 Þórunn braut ekki siðareglur með að saka Ingu um ódýran popúlisma byggðan á útlendingaandúð. Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. „Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47