Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:14 Þórunn braut ekki siðareglur með að saka Ingu um ódýran popúlisma byggðan á útlendingaandúð. Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. „Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
„Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47