Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 22:00 Mál félagsfræðiprófessorsins Hassans Diab hefur vakið mikla athygli. Youtube/Skjáskot Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014. Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014.
Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent