Mönnunarvandi og heilbrigði Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. apríl 2023 10:00 Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Heilbrigðismál Félagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun