Mönnunarvandi og heilbrigði Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. apríl 2023 10:00 Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Heilbrigðismál Félagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun