Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 16:56 Úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi víða í austurhluta Úkraínu. Getty/Diego Herrera Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. Bakhmut er nú nánast ekkert nema rústir en þrátt fyrir erfiðar aðstæður eru forsvarsmenn úkraínska hersins staðráðnir í að halda vörninni áfram, samkvæmt frétt New York Times, en fregnir af yfirvofandi falli Bakhmut hafa borist reglulega á undanförnum mánuðum. Vilja halda Rússum í Bakhmut Bakhjarlar Úkraínu hafa ráðlagt Úkraínumönnum að hörfa frá Bakhmut og segja að bærinn sé ekki svo mikilvægur og að betra sé hörfa og koma upp nýrri varnarlínu þar sem aðstæður til varnar eru jafnvel betri í hæðunum vestur af bænum. Það hafa Úkraínumenn ekki viljað gera. Bakhmut hefur náð táknrænni merkingu fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Óljóst er hvort herafli Rússlands hafi yfir höfuð burði til að sækja frekar fram eftir orrustuna um Bakhmut, hvenær sem henni líkur. Úkraínumenn segjast valda miklu mannfalli meðal rússneskra hermanna í og við Bakhmut, þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir úkraínska hermenn, sem hafa einnig fallið í miklum fjölda. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum. Eitt af markmiðum Úkraínumanna virðist vera að halda rússneska hernum uppteknum við Bakhmut á meðan nýjar sveitir eru þjálfaðar og byggðar upp til gagnárása sem búist er við á næstu vikum. Berjast í miklu návígi Blaðamaður NYT heimsótti Bakhmut í vikunni og ræddi þar við hermenn og yfirmenn. Þar var ítrekað fyrir honum að markmiðið væri að halda Rússum uppteknum í aðdraganda væntanlegra gagnárása Úkraínumanna. „Þetta er virkilega erfið orrusta,“ sagði ofurstinn Pavlo Palisa. Hann stýrir því stórfylki sem heldur stærstum hluta víglínunnar í Bakhmut. „Við erum að hjálpa hersveitum okkar að vinna inn tíma, að safna skotfærum og vopnum og að undirbúa gagnsóknina.“ Hann tók einnig fram að hermenn í og nærri Bakhmut ættu við birgðaskort að stríða. Þá skorti meðal annars skotfæri fyrir stórskotalið og skriðdreka. „Fyrir mig sem yfirmann, er sársaukafullt að sjá hvernig við borgum fyrir skotfæraskortinn með lífi hermanna okkar“. Hér að neðan má sjá kort sem sýnir hvernig víglínan í Bakhmut hefur færst til á undanförnum vikum. Í fyrstu reyndu Rússar að sækja beint inn í bæinn en voru stöðvaðir. Þá reyndu þeir að umkringja bæinn í staðinn og komust nærri því. Þeir voru þó stöðvaðir þegar Úkraínumenn sendu liðsauka á svæðið. Nú hafa Rússar aftur byrjað að sækja fram í bænum sjálfum. This graphic by @nytimes shows the shifting frontlines in the city of Bakhmut from March 1 to April 1 to April 11 based on ISW and @criticalthreats data as well as satellite imagery by @Maxar.Full article: https://t.co/TGLKDMmIGH pic.twitter.com/hrtZMbVBBD— ISW (@TheStudyofWar) April 13, 2023 Hermennirnir sem rætt var við sögðu frá því að harðir bardagar hefðu átt sér stað innan borgarinnar og það í miklu návígi við Rússa. Stundum heyrðu þeir rússneska hermenn tala saman í nærliggjandi byggingum. Palisa rifjaði upp eitt atvik þar sem Rússar notuðu skriðdreka til að sprengja gat á vegg fjölbýlishúss sem Úkraínumenn héldu. Rússneskir hermenn streymdu svo inn um gatið og börðust um blokkina við Úkraínumenn herbergi fyrir herbergi. Úkraínumenn tóku þá ákvörðun að koma fyrir sprengjum í fjölbýlishúsinu, hlaupa út úr því og sprengja þær svo þar sem rússnesku hermennirnir voru enn inni. Rússneskir herbloggarar hafa skrifað um þessa taktík Úkraínumanna. Einn slíkur sagði að úkraínumenn hefðu laðað málaliða Wagner inn í byggingu og svo sprengt hana í loft upp. Several Russian sources talk about the Ukrainian tactic in Bakhmut where advancing chmobiks and convicts are lured into abandoned buildings which are then blown up. pic.twitter.com/ryOWnuvujr— Dmitri (@wartranslated) April 13, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. 12. apríl 2023 17:39 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. 3. apríl 2023 10:06 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Bakhmut er nú nánast ekkert nema rústir en þrátt fyrir erfiðar aðstæður eru forsvarsmenn úkraínska hersins staðráðnir í að halda vörninni áfram, samkvæmt frétt New York Times, en fregnir af yfirvofandi falli Bakhmut hafa borist reglulega á undanförnum mánuðum. Vilja halda Rússum í Bakhmut Bakhjarlar Úkraínu hafa ráðlagt Úkraínumönnum að hörfa frá Bakhmut og segja að bærinn sé ekki svo mikilvægur og að betra sé hörfa og koma upp nýrri varnarlínu þar sem aðstæður til varnar eru jafnvel betri í hæðunum vestur af bænum. Það hafa Úkraínumenn ekki viljað gera. Bakhmut hefur náð táknrænni merkingu fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Óljóst er hvort herafli Rússlands hafi yfir höfuð burði til að sækja frekar fram eftir orrustuna um Bakhmut, hvenær sem henni líkur. Úkraínumenn segjast valda miklu mannfalli meðal rússneskra hermanna í og við Bakhmut, þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir úkraínska hermenn, sem hafa einnig fallið í miklum fjölda. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum. Eitt af markmiðum Úkraínumanna virðist vera að halda rússneska hernum uppteknum við Bakhmut á meðan nýjar sveitir eru þjálfaðar og byggðar upp til gagnárása sem búist er við á næstu vikum. Berjast í miklu návígi Blaðamaður NYT heimsótti Bakhmut í vikunni og ræddi þar við hermenn og yfirmenn. Þar var ítrekað fyrir honum að markmiðið væri að halda Rússum uppteknum í aðdraganda væntanlegra gagnárása Úkraínumanna. „Þetta er virkilega erfið orrusta,“ sagði ofurstinn Pavlo Palisa. Hann stýrir því stórfylki sem heldur stærstum hluta víglínunnar í Bakhmut. „Við erum að hjálpa hersveitum okkar að vinna inn tíma, að safna skotfærum og vopnum og að undirbúa gagnsóknina.“ Hann tók einnig fram að hermenn í og nærri Bakhmut ættu við birgðaskort að stríða. Þá skorti meðal annars skotfæri fyrir stórskotalið og skriðdreka. „Fyrir mig sem yfirmann, er sársaukafullt að sjá hvernig við borgum fyrir skotfæraskortinn með lífi hermanna okkar“. Hér að neðan má sjá kort sem sýnir hvernig víglínan í Bakhmut hefur færst til á undanförnum vikum. Í fyrstu reyndu Rússar að sækja beint inn í bæinn en voru stöðvaðir. Þá reyndu þeir að umkringja bæinn í staðinn og komust nærri því. Þeir voru þó stöðvaðir þegar Úkraínumenn sendu liðsauka á svæðið. Nú hafa Rússar aftur byrjað að sækja fram í bænum sjálfum. This graphic by @nytimes shows the shifting frontlines in the city of Bakhmut from March 1 to April 1 to April 11 based on ISW and @criticalthreats data as well as satellite imagery by @Maxar.Full article: https://t.co/TGLKDMmIGH pic.twitter.com/hrtZMbVBBD— ISW (@TheStudyofWar) April 13, 2023 Hermennirnir sem rætt var við sögðu frá því að harðir bardagar hefðu átt sér stað innan borgarinnar og það í miklu návígi við Rússa. Stundum heyrðu þeir rússneska hermenn tala saman í nærliggjandi byggingum. Palisa rifjaði upp eitt atvik þar sem Rússar notuðu skriðdreka til að sprengja gat á vegg fjölbýlishúss sem Úkraínumenn héldu. Rússneskir hermenn streymdu svo inn um gatið og börðust um blokkina við Úkraínumenn herbergi fyrir herbergi. Úkraínumenn tóku þá ákvörðun að koma fyrir sprengjum í fjölbýlishúsinu, hlaupa út úr því og sprengja þær svo þar sem rússnesku hermennirnir voru enn inni. Rússneskir herbloggarar hafa skrifað um þessa taktík Úkraínumanna. Einn slíkur sagði að úkraínumenn hefðu laðað málaliða Wagner inn í byggingu og svo sprengt hana í loft upp. Several Russian sources talk about the Ukrainian tactic in Bakhmut where advancing chmobiks and convicts are lured into abandoned buildings which are then blown up. pic.twitter.com/ryOWnuvujr— Dmitri (@wartranslated) April 13, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. 12. apríl 2023 17:39 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. 3. apríl 2023 10:06 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. 12. apríl 2023 17:39
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37
Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. 3. apríl 2023 10:06