Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 15:10 Donald Trump er ekki óvanur því að komast í kast við lögin. Hann er nú til rannsóknar á fernum vígstöðvum á sama tíma. AP/Andrew Harnik Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59