Af virðingu við leikskólakennara og foreldra Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 30. mars 2023 07:01 Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum. Fjötrar núverandi dagvistunarkerfis Í núverandi kerfi er Reykjavík bæði kaupandi og langstærsti rekstraraðili vistunarmöguleika í borginni, sem þýðir að starfsfólk og foreldrar eru algjörlega upp á borgina komin. Mynd 1. Skipurit núverandi dagvistunarkerfis Eins og sést á mynd 1 rekur borgin og stjórnar um 80% af öllum vistunarmöguleikum í Reykjavík með beinum hætti. Í krafti þessa skipulags ræður meirihlutahópurinn í Ráðhúsinu nánast öllu um starfsemi leikskólana, ekki bara fjölda barna á hvern fermeter eða starfsmann heldur líka því viðhaldsfé sem skólarnir fá og hvernig starfsfólk á að ráða. Starfsfólk leikskólanna getur því vart borið hönd yfir höfuð sér þegar meirihlutinn í borgarstjórn tekur slæma ákvörðun né afstýrt því að sú ákvörðun leiði af sér vítahring. Mynd 2. sýnir hvernig þrjár slæmar ákvarðanir hafa leitt til þriggja vítahringa sem magna áhrif hvers annars: Vítahringir viðhaldsleysis, svikinna loforða og kröfuminni ráðninga. Mynd 2. Þrír vítahringir leikskóla borgarinnar Leikskólastjórnendur hafa lengi kvartað yfir skorti á viðhaldsfé og svo lélegs viðbragðs borgarinnar og vondra ráða til stjórnenda í mygluvanda. Raskið vegna lokana deilda eða leikskólans alls og aukin samskiptaþungi við foreldra eykur álagið á starfsfólkið sem of oft endar með flótta úr starfi eða veikindaleyfi vegna myglu eða kulnunar. Meðan starfsemi margra leikskóla er í uppnámi tilkynnir meirihlutinn í borgarstjórn reglulega að öll 12 mánaða börn í Reykjavík fái leikskólapláss innan fyrirsjáanlegs tíma. Foreldrar skipuleggja fæðingarorlof út frá því og sitja svo í súpunni vegna loforða sem ekki standast. Það eru engar upplýsingar að fá um biðlista eða stöðu hvers barns í röðinni svo foreldrar hringja í leikskólana eftir upplýsingum og oft fara heilu dagarnir hjá starfsfólki í að svara símtölunum. Þá er ómældur tími foreldranna sem fer í að finna út úr málunum. Ár hvert fer fjöldi leikskólaplássa forgörðum vegna manneklu. Því ákvað borgin að minnka kröfurnar til starfsfólks. Þá jókst álagið verulega á faglærða starfsfólkið sem þarf að sinna aukinni starfsmannaþjálfun og oft íslenskukennslu samhliða eigin vinnu. Niðurstaðan er enn meiri mannekla, færri leikskólapláss og hærri kostnaður fyrir borgina sem reynir þá að spara áfram á kostnað gæðanna sem eykur aftur á flótta faglærða úr stéttinni. Enda fátt um að velja fyrir faglærða leikskólastarfsmenn í þessu kerfi sem veikir samningsstöðu þeirra gagnvart borginni. Framtíðarsýnin snýst um að valdefla starfsfólk og foreldra Hugsanlega er eftirspurn frá foreldrum og faglærðu starfsfólki eftir smærri leikskólum með færri börnum á starfsmann, sérhæfðum leikskóla fyrir börn með sérþarfir eða jafnvel Montessori leikskóla svo dæmi sé tekið. Þar sem borgin ræður nánast öllu kerfinu er mjög erfitt fyrir faglærða að svara sjálf slíkri eftirspurn. Þessu er öfugt farið í frjálslyndu dagvistunarkerfi. Þá færir borgin valdið til fagfólksins en einbeitir sér að fjármögnun kerfisins, tryggja að starfsstaðir uppfylli allar nauðsynlegar kröfur og greiðir fjölbreytninni veginn. Þá verða fagfólk og foreldrar virkir þátttakendur í kerfinu, ekki valdalausir þiggjendur. Mynd 3. „Blómið“ dagvistunarkerfi sem byggir á frjálslyndri hugmyndafræði Mynd 3. sýnir Blómið eins og ég vil kalla það. Í stað þess að steypa alla í sama mót er reiknað með að bæði fagfólk og foreldrar hafi mismunandi þarfir og óskir. Foreldrar, starfsfólk og Reykjavíkurborg móta kerfið saman með sífelldu og gagnkvæmu samtali um úrvalið. Þá getur enginn einn aðili knésett allt kerfið með slæmri frammistöðu. Betra úrval vinnustaða styrkir samningsstöðu starfsfólks og með meira sjálfsvaldi hafa rekstraraðilar fleiri verkfæri til að lokka fagfólk til sín sem eflir gæði starfsins og trekkir að foreldra. Langtíma- og skammtímalausnir Í nýlegu Kastljósviðtali reyndi ég að útskýra Blómið í stuttu máli. Sú kerfisbreyting myndi leysa leikskólavandann til langtíma en meirihlutinn í borgarstjórn mun seint taka upp hugmyndir Sjálfstæðismanna, því miður. Til skamms tíma má byrja að fjölga valkostum en án þess þó að gefa afslátt af gæðum, eins og kanna hvort bæta megi við 5 ára bekk í einhverjum þeirra grunnskólum sem þegar hafa starfandi leikskólakennara. Í framhaldi af viðtalinu hef ég átt uppbyggileg samtöl við marga leikskólastarfsmenn sem hafa aukið verulega á þekkingu mína á þessum málum. Eitt mikilvægt sem mér var bent á er að allir núverandi leikskólakennaranemar eru þegar starfsmenn leikskólanna og mannekluvandinn flyst bara á milli bygginga. Það verður því að tryggja nýliðun í stéttinni ef annað á að virka. Nú eru samningar leikskólakennara að losna og þá kemur til umræðu hvernig kjör og starfsaðstæður leikskólakennara eiga þátt í þeirri óheillaþróun sem hefur orðið í leikskólunum. Núverandi kerfi er illa fjármagnað og ekki batnar það við sífellda skelli. Ef ráðamenn vilja sýna virðingu sína gagnvart foreldrum og starfsfólki í verki þarf að byrja á að horfast í augu við raunverulega fjárþörf leikskólanna og tryggja starfsfólki mannsæmandi starfsaðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum. Fjötrar núverandi dagvistunarkerfis Í núverandi kerfi er Reykjavík bæði kaupandi og langstærsti rekstraraðili vistunarmöguleika í borginni, sem þýðir að starfsfólk og foreldrar eru algjörlega upp á borgina komin. Mynd 1. Skipurit núverandi dagvistunarkerfis Eins og sést á mynd 1 rekur borgin og stjórnar um 80% af öllum vistunarmöguleikum í Reykjavík með beinum hætti. Í krafti þessa skipulags ræður meirihlutahópurinn í Ráðhúsinu nánast öllu um starfsemi leikskólana, ekki bara fjölda barna á hvern fermeter eða starfsmann heldur líka því viðhaldsfé sem skólarnir fá og hvernig starfsfólk á að ráða. Starfsfólk leikskólanna getur því vart borið hönd yfir höfuð sér þegar meirihlutinn í borgarstjórn tekur slæma ákvörðun né afstýrt því að sú ákvörðun leiði af sér vítahring. Mynd 2. sýnir hvernig þrjár slæmar ákvarðanir hafa leitt til þriggja vítahringa sem magna áhrif hvers annars: Vítahringir viðhaldsleysis, svikinna loforða og kröfuminni ráðninga. Mynd 2. Þrír vítahringir leikskóla borgarinnar Leikskólastjórnendur hafa lengi kvartað yfir skorti á viðhaldsfé og svo lélegs viðbragðs borgarinnar og vondra ráða til stjórnenda í mygluvanda. Raskið vegna lokana deilda eða leikskólans alls og aukin samskiptaþungi við foreldra eykur álagið á starfsfólkið sem of oft endar með flótta úr starfi eða veikindaleyfi vegna myglu eða kulnunar. Meðan starfsemi margra leikskóla er í uppnámi tilkynnir meirihlutinn í borgarstjórn reglulega að öll 12 mánaða börn í Reykjavík fái leikskólapláss innan fyrirsjáanlegs tíma. Foreldrar skipuleggja fæðingarorlof út frá því og sitja svo í súpunni vegna loforða sem ekki standast. Það eru engar upplýsingar að fá um biðlista eða stöðu hvers barns í röðinni svo foreldrar hringja í leikskólana eftir upplýsingum og oft fara heilu dagarnir hjá starfsfólki í að svara símtölunum. Þá er ómældur tími foreldranna sem fer í að finna út úr málunum. Ár hvert fer fjöldi leikskólaplássa forgörðum vegna manneklu. Því ákvað borgin að minnka kröfurnar til starfsfólks. Þá jókst álagið verulega á faglærða starfsfólkið sem þarf að sinna aukinni starfsmannaþjálfun og oft íslenskukennslu samhliða eigin vinnu. Niðurstaðan er enn meiri mannekla, færri leikskólapláss og hærri kostnaður fyrir borgina sem reynir þá að spara áfram á kostnað gæðanna sem eykur aftur á flótta faglærða úr stéttinni. Enda fátt um að velja fyrir faglærða leikskólastarfsmenn í þessu kerfi sem veikir samningsstöðu þeirra gagnvart borginni. Framtíðarsýnin snýst um að valdefla starfsfólk og foreldra Hugsanlega er eftirspurn frá foreldrum og faglærðu starfsfólki eftir smærri leikskólum með færri börnum á starfsmann, sérhæfðum leikskóla fyrir börn með sérþarfir eða jafnvel Montessori leikskóla svo dæmi sé tekið. Þar sem borgin ræður nánast öllu kerfinu er mjög erfitt fyrir faglærða að svara sjálf slíkri eftirspurn. Þessu er öfugt farið í frjálslyndu dagvistunarkerfi. Þá færir borgin valdið til fagfólksins en einbeitir sér að fjármögnun kerfisins, tryggja að starfsstaðir uppfylli allar nauðsynlegar kröfur og greiðir fjölbreytninni veginn. Þá verða fagfólk og foreldrar virkir þátttakendur í kerfinu, ekki valdalausir þiggjendur. Mynd 3. „Blómið“ dagvistunarkerfi sem byggir á frjálslyndri hugmyndafræði Mynd 3. sýnir Blómið eins og ég vil kalla það. Í stað þess að steypa alla í sama mót er reiknað með að bæði fagfólk og foreldrar hafi mismunandi þarfir og óskir. Foreldrar, starfsfólk og Reykjavíkurborg móta kerfið saman með sífelldu og gagnkvæmu samtali um úrvalið. Þá getur enginn einn aðili knésett allt kerfið með slæmri frammistöðu. Betra úrval vinnustaða styrkir samningsstöðu starfsfólks og með meira sjálfsvaldi hafa rekstraraðilar fleiri verkfæri til að lokka fagfólk til sín sem eflir gæði starfsins og trekkir að foreldra. Langtíma- og skammtímalausnir Í nýlegu Kastljósviðtali reyndi ég að útskýra Blómið í stuttu máli. Sú kerfisbreyting myndi leysa leikskólavandann til langtíma en meirihlutinn í borgarstjórn mun seint taka upp hugmyndir Sjálfstæðismanna, því miður. Til skamms tíma má byrja að fjölga valkostum en án þess þó að gefa afslátt af gæðum, eins og kanna hvort bæta megi við 5 ára bekk í einhverjum þeirra grunnskólum sem þegar hafa starfandi leikskólakennara. Í framhaldi af viðtalinu hef ég átt uppbyggileg samtöl við marga leikskólastarfsmenn sem hafa aukið verulega á þekkingu mína á þessum málum. Eitt mikilvægt sem mér var bent á er að allir núverandi leikskólakennaranemar eru þegar starfsmenn leikskólanna og mannekluvandinn flyst bara á milli bygginga. Það verður því að tryggja nýliðun í stéttinni ef annað á að virka. Nú eru samningar leikskólakennara að losna og þá kemur til umræðu hvernig kjör og starfsaðstæður leikskólakennara eiga þátt í þeirri óheillaþróun sem hefur orðið í leikskólunum. Núverandi kerfi er illa fjármagnað og ekki batnar það við sífellda skelli. Ef ráðamenn vilja sýna virðingu sína gagnvart foreldrum og starfsfólki í verki þarf að byrja á að horfast í augu við raunverulega fjárþörf leikskólanna og tryggja starfsfólki mannsæmandi starfsaðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun