Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 07:46 Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, þegar Amaroq var skráð á First North markaðinn í nóvember síðastliðinn. Aðsend Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða heildarfjármögnun upp á rétt tæplega 49,5 milljónir bandaríkjadala sem samanstandi af lánveitingu frá Landsbankanum og Fossum fjárfestingarbanka auk breytanlegra lána frá nokkrum af núverandi hluthöfum – ACAM LP, JLE Property Ltd, Livermore Partners og First Pecos. „Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé. Þess ber einnig að geta að félagið stefnir á að uppfylla öll skilyrði fyrir sölu á 49% eignarhlut í dótturfélaginu Gardaq til GCAM LP. Búist er við að það skili félaginu um þremur milljörðum króna til viðbótar. Að öllu þessu samanlögðu mun félagið hafa aðgang að um 15 milljörðum króna. Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og magn gulls verið að mælast um 28 grömm úr hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum. Félagið hefur jafnframt til skoðunar að flytja sig af Nasdaq Iceland First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur verið í viðræðum við Landsbankann og Fossa fjárfestingarbanka í þeirri vegferð. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Nýtist til skamms tíma og til lengri tíma Haft er eftir Eldi Ólafssyni,forstjóra Amaroq, að með fjármögnuninni geti félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað hafi verið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi. „Félagið er einnig að skoða möguleika á því að nýta endurnýjanlega orku til að knýja námuvinnsluna. Það mun nýtast okkur til skamms tíma en samfélagið á Grænlandi mun njóta þess áfram til lengri tíma. Félagið er einnig að skoða sjálfvirknivæðingu vélaflotans í námunni sem og að minnka kostnað við birgðahald með því að setja upp þjónustufélag. Við viljum þakka fjárfestum sem og lánveitendum það traust sem þeir sýna okkur og við hlökkum til að fá að segja markaðnum frá næstu skrefum.“ Um Amaroq Minerals Um Amaroq Minerals segir að það hafi verið stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið sé með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi, en stærsta eign Amaroq er Nalunaq-gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London. Amaroq Minerals Kauphöllin Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða heildarfjármögnun upp á rétt tæplega 49,5 milljónir bandaríkjadala sem samanstandi af lánveitingu frá Landsbankanum og Fossum fjárfestingarbanka auk breytanlegra lána frá nokkrum af núverandi hluthöfum – ACAM LP, JLE Property Ltd, Livermore Partners og First Pecos. „Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé. Þess ber einnig að geta að félagið stefnir á að uppfylla öll skilyrði fyrir sölu á 49% eignarhlut í dótturfélaginu Gardaq til GCAM LP. Búist er við að það skili félaginu um þremur milljörðum króna til viðbótar. Að öllu þessu samanlögðu mun félagið hafa aðgang að um 15 milljörðum króna. Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og magn gulls verið að mælast um 28 grömm úr hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum. Félagið hefur jafnframt til skoðunar að flytja sig af Nasdaq Iceland First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur verið í viðræðum við Landsbankann og Fossa fjárfestingarbanka í þeirri vegferð. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Nýtist til skamms tíma og til lengri tíma Haft er eftir Eldi Ólafssyni,forstjóra Amaroq, að með fjármögnuninni geti félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað hafi verið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi. „Félagið er einnig að skoða möguleika á því að nýta endurnýjanlega orku til að knýja námuvinnsluna. Það mun nýtast okkur til skamms tíma en samfélagið á Grænlandi mun njóta þess áfram til lengri tíma. Félagið er einnig að skoða sjálfvirknivæðingu vélaflotans í námunni sem og að minnka kostnað við birgðahald með því að setja upp þjónustufélag. Við viljum þakka fjárfestum sem og lánveitendum það traust sem þeir sýna okkur og við hlökkum til að fá að segja markaðnum frá næstu skrefum.“ Um Amaroq Minerals Um Amaroq Minerals segir að það hafi verið stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið sé með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi, en stærsta eign Amaroq er Nalunaq-gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London.
Amaroq Minerals Kauphöllin Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05