Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 07:46 Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, þegar Amaroq var skráð á First North markaðinn í nóvember síðastliðinn. Aðsend Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða heildarfjármögnun upp á rétt tæplega 49,5 milljónir bandaríkjadala sem samanstandi af lánveitingu frá Landsbankanum og Fossum fjárfestingarbanka auk breytanlegra lána frá nokkrum af núverandi hluthöfum – ACAM LP, JLE Property Ltd, Livermore Partners og First Pecos. „Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé. Þess ber einnig að geta að félagið stefnir á að uppfylla öll skilyrði fyrir sölu á 49% eignarhlut í dótturfélaginu Gardaq til GCAM LP. Búist er við að það skili félaginu um þremur milljörðum króna til viðbótar. Að öllu þessu samanlögðu mun félagið hafa aðgang að um 15 milljörðum króna. Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og magn gulls verið að mælast um 28 grömm úr hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum. Félagið hefur jafnframt til skoðunar að flytja sig af Nasdaq Iceland First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur verið í viðræðum við Landsbankann og Fossa fjárfestingarbanka í þeirri vegferð. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Nýtist til skamms tíma og til lengri tíma Haft er eftir Eldi Ólafssyni,forstjóra Amaroq, að með fjármögnuninni geti félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað hafi verið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi. „Félagið er einnig að skoða möguleika á því að nýta endurnýjanlega orku til að knýja námuvinnsluna. Það mun nýtast okkur til skamms tíma en samfélagið á Grænlandi mun njóta þess áfram til lengri tíma. Félagið er einnig að skoða sjálfvirknivæðingu vélaflotans í námunni sem og að minnka kostnað við birgðahald með því að setja upp þjónustufélag. Við viljum þakka fjárfestum sem og lánveitendum það traust sem þeir sýna okkur og við hlökkum til að fá að segja markaðnum frá næstu skrefum.“ Um Amaroq Minerals Um Amaroq Minerals segir að það hafi verið stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið sé með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi, en stærsta eign Amaroq er Nalunaq-gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London. Amaroq Minerals Kauphöllin Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða heildarfjármögnun upp á rétt tæplega 49,5 milljónir bandaríkjadala sem samanstandi af lánveitingu frá Landsbankanum og Fossum fjárfestingarbanka auk breytanlegra lána frá nokkrum af núverandi hluthöfum – ACAM LP, JLE Property Ltd, Livermore Partners og First Pecos. „Félagið hefur nú þegar fjárfest í búnaði fyrir gullvinnslu fyrir um 1,2 milljarð en áætlanir gera ráð fyrir kostnaði upp á 8 milljarða við þennan áfanga. Auk fyrrnefndrar fjármögnunar situr félagið á um 5 milljörðum í reiðufé. Þess ber einnig að geta að félagið stefnir á að uppfylla öll skilyrði fyrir sölu á 49% eignarhlut í dótturfélaginu Gardaq til GCAM LP. Búist er við að það skili félaginu um þremur milljörðum króna til viðbótar. Að öllu þessu samanlögðu mun félagið hafa aðgang að um 15 milljörðum króna. Rannsóknarboranir á Nalunaq svæðinu hafa skilað afar góðum niðurstöðum og magn gulls verið að mælast um 28 grömm úr hverju tonni af bergi. Í sumar mun Amaroq undirbúa Nalunaq námuna fyrir gröft og gullvinnslu, en auk þess verður borað á sjö stöðum á Suður-Grænlandi í leit að kopar, nikkel, gulli og öðrum efnahagslega mikilvægum málmum. Félagið hefur jafnframt til skoðunar að flytja sig af Nasdaq Iceland First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur verið í viðræðum við Landsbankann og Fossa fjárfestingarbanka í þeirri vegferð. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Nýtist til skamms tíma og til lengri tíma Haft er eftir Eldi Ólafssyni,forstjóra Amaroq, að með fjármögnuninni geti félagið hafið fullvinnslu á gulli á Grænlandi fyrr en áætlað hafi verið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á sjóðstreymi. „Félagið er einnig að skoða möguleika á því að nýta endurnýjanlega orku til að knýja námuvinnsluna. Það mun nýtast okkur til skamms tíma en samfélagið á Grænlandi mun njóta þess áfram til lengri tíma. Félagið er einnig að skoða sjálfvirknivæðingu vélaflotans í námunni sem og að minnka kostnað við birgðahald með því að setja upp þjónustufélag. Við viljum þakka fjárfestum sem og lánveitendum það traust sem þeir sýna okkur og við hlökkum til að fá að segja markaðnum frá næstu skrefum.“ Um Amaroq Minerals Um Amaroq Minerals segir að það hafi verið stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið sé með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi, en stærsta eign Amaroq er Nalunaq-gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. Hlutabréf Amaroq eru skráð á mörkuðum á Íslandi, Toronto og í London.
Amaroq Minerals Kauphöllin Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. 1. nóvember 2022 13:05