Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 16:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar breytta tíma. Vísir/Arnar „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. Forsætisráðherra boðaði breytta tíma í Silfrinu í dag. Ríkisstjórnin ætli að ráðast í harðari aðgerðir til að kveða niður verðbólgudrauginn og það verði meðal annars gert með því að auka tekjuöflun - skattheimtu - ríkissjóðs. Boðar „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við munum hér eftir sem hingað til vera með okkar forgangsatriði alveg á hreinu, sem er að standa vörð um tekjulægstu hópana og er að tryggja almannaþjónustuna. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða skólunum. En ég vil líka segja það að hvernig sem við horfum á þá er staðan ekki slæm á Íslandi,“ segir Katrín. Skuldastaðan sé góð í alþjóðlegu samhengi og afkoma hafi verið betri en búist var við. Forsætisráðherra útilokar ekki hækkun veiðigjalda. Hún segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi staðið í umfangsmikilli stefnumótun sem fljótlega verði kynnt. Gjaldheimta í sjávarútvegi verði „sanngjarnari,“ en áður. Verkefni númer eitt, tvö og þrjú „Við þurfum auðvitað að takast á við verðbólguna, og það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú núna. Seðlabankinn auðvitað sem hefur þetta hlutverk hann er ekkert einn í því verkefni. Hver einasti kjarasamningur sem leysist farsællega við kjarasamningsborðið hann þjónar ákveðnu hlutverki getum við sagt í því að slá á verðbólguvæntingar og skapa hér ákveðinn stöðugleika.“ Hún kveðst hafa trú á því að fjármálaáætlunin muni hafa tilætluð áhrif. Stefnan sé sett á að hafa „trúverðuga“ áætlun sem slái á verðbólgu og standi vörð um viðkvæma hópa. Katrín er ekki sammála því að ríkisstjórninni hafi mistekist. Ný fjármálaáætlun hafi verið sett á laggirnar vegna breyttra tíma. „Það koma gríðarlega stór verkefni og við beittum auðvitað ríkissjóði af gríðarlega miklum þunga til þess að takast á við heimsfaraldur. Við vorum frekar gagnrýnd til að beita honum ekki nægjanlega. Þegar við gerum upp þessi mál eftir á, þá held ég að sagan sýni að við höfum gengið mjög langt í að beita ríkissjóði til þess að styðja við atvinnulíf og almenning í landinu. Þegar stríðið svo skellur á með tilheyrandi hrávöruverðshækkunum þá sjáum við ekki verðbólguna vaxa, ekki bara hjá okkur heldur bæði vestanhafs og austan.“ Efnahagsmál Alþingi Verðlag Skattar og tollar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðhald í þágu almennings Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. 26. mars 2023 14:30 Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. 24. mars 2023 15:34 Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði breytta tíma í Silfrinu í dag. Ríkisstjórnin ætli að ráðast í harðari aðgerðir til að kveða niður verðbólgudrauginn og það verði meðal annars gert með því að auka tekjuöflun - skattheimtu - ríkissjóðs. Boðar „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við munum hér eftir sem hingað til vera með okkar forgangsatriði alveg á hreinu, sem er að standa vörð um tekjulægstu hópana og er að tryggja almannaþjónustuna. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða skólunum. En ég vil líka segja það að hvernig sem við horfum á þá er staðan ekki slæm á Íslandi,“ segir Katrín. Skuldastaðan sé góð í alþjóðlegu samhengi og afkoma hafi verið betri en búist var við. Forsætisráðherra útilokar ekki hækkun veiðigjalda. Hún segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi staðið í umfangsmikilli stefnumótun sem fljótlega verði kynnt. Gjaldheimta í sjávarútvegi verði „sanngjarnari,“ en áður. Verkefni númer eitt, tvö og þrjú „Við þurfum auðvitað að takast á við verðbólguna, og það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú núna. Seðlabankinn auðvitað sem hefur þetta hlutverk hann er ekkert einn í því verkefni. Hver einasti kjarasamningur sem leysist farsællega við kjarasamningsborðið hann þjónar ákveðnu hlutverki getum við sagt í því að slá á verðbólguvæntingar og skapa hér ákveðinn stöðugleika.“ Hún kveðst hafa trú á því að fjármálaáætlunin muni hafa tilætluð áhrif. Stefnan sé sett á að hafa „trúverðuga“ áætlun sem slái á verðbólgu og standi vörð um viðkvæma hópa. Katrín er ekki sammála því að ríkisstjórninni hafi mistekist. Ný fjármálaáætlun hafi verið sett á laggirnar vegna breyttra tíma. „Það koma gríðarlega stór verkefni og við beittum auðvitað ríkissjóði af gríðarlega miklum þunga til þess að takast á við heimsfaraldur. Við vorum frekar gagnrýnd til að beita honum ekki nægjanlega. Þegar við gerum upp þessi mál eftir á, þá held ég að sagan sýni að við höfum gengið mjög langt í að beita ríkissjóði til þess að styðja við atvinnulíf og almenning í landinu. Þegar stríðið svo skellur á með tilheyrandi hrávöruverðshækkunum þá sjáum við ekki verðbólguna vaxa, ekki bara hjá okkur heldur bæði vestanhafs og austan.“
Efnahagsmál Alþingi Verðlag Skattar og tollar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðhald í þágu almennings Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. 26. mars 2023 14:30 Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. 24. mars 2023 15:34 Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Aðhald í þágu almennings Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. 26. mars 2023 14:30
Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. 24. mars 2023 15:34
Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00