Dólgslega góð Samfylking Sigurjón Þórðarson skrifar 16. mars 2023 19:01 Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Samfylkingin Hælisleitendur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun