Helmingur vinnuafls starfar eftir virku jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 7. mars 2023 14:01 Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar