Helmingur vinnuafls starfar eftir virku jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 7. mars 2023 14:01 Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar