Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2023 10:32 Kyrrlátur morgun í Reykjavíkurhöfn og togarar í höfn. Vísir/Vilhelm Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig. Hagstofan greinir frá þessu. Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar 2022 var því 10,8 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 323,2 milljarða króna sem er 104 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 26,3% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í febrúar 2023 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,5%, frá febrúar 2022, úr 66,2 milljörðum króna í 73,8 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.012,6 milljarðar króna og jókst um tæplega 211,1 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 26,3% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 34,5% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 16.3% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 30,9% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 99,7 milljörðum króna í febrúar 2023 samanborið við 81,4 milljarða í febrúar 2022 og jókst því um 18,4 milljarða króna eða um 22,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 28,1 milljarði króna og jókst um 3,7 milljarða (15%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,3 milljörðum króna sem er aukning um 2,9 milljarða króna (13%) og verðmæti eldsneytis nam 10,9 milljörðum og jókst um 3 milljarða króna (37,9%) samanborið við febrúar 2022. Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1335,8 milljörðum króna og jókst um 315,1 milljarð miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,9% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 192 og var gengið 1,2% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 194,4. Gengið veiktist um 7% í febrúar (201,3) samanborið við febrúar 2022 (188,2). Endurskoðun fyrri niðurstaðna Meðferð á leigusamningum á flugvélum í þjóðhagsreikningum og utanríkisviðskiptum hefur verið til skoðunar á Hagstofunni um nokkurt skeið eftir að breytingar voru gerðar meðferð þessarra samninga við birtingu á niðurstöðum þjóðhagsreikninga í ágúst 2021. Leitað var til Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, varðandi aðferðafræðileg álitaefni í þessu sambandi. Var það niðurstaða Eurostat að aðgreiningur á milli fjármögunar- og rekstrarleigusamninga tæki mið af samskonar kostnaðarhlutfalli sem ræðst af markaðsveðmæti viðkomandi tækis og uppsöfnuðum leigugreiðslum yfir leigutímann. Í þeim tilvikum þar sem þetta hlutfall er tilölulega lágt sé um rekstrarleigu að ræða, en um fjármögnunarleigu að ræða sé hlutfallið hátt. Í ljósi þessarar niðurstöðu Eurostat hefur meðhöndlun á leigusamningum í samgöngum verið færð í upphaflegt horf frá því sem var fyrir breytinguna í ágúst 2021. Breytingin hefur þau áhrif að fyrir tímabilið 2018-2022 lækkar vöruinnflutningur og fjármunamyndun, en innflutt þjónusta eykst frá því sem áður var. Uppfært klukkan 15:09 eftir breytingar á frétt Hagstofunnar. Efnahagsmál Sjávarútvegur Landbúnaður Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Hagstofan greinir frá þessu. Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar 2022 var því 10,8 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 323,2 milljarða króna sem er 104 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 26,3% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í febrúar 2023 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,5%, frá febrúar 2022, úr 66,2 milljörðum króna í 73,8 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.012,6 milljarðar króna og jókst um tæplega 211,1 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 26,3% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 34,5% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 16.3% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 30,9% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 99,7 milljörðum króna í febrúar 2023 samanborið við 81,4 milljarða í febrúar 2022 og jókst því um 18,4 milljarða króna eða um 22,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 28,1 milljarði króna og jókst um 3,7 milljarða (15%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,3 milljörðum króna sem er aukning um 2,9 milljarða króna (13%) og verðmæti eldsneytis nam 10,9 milljörðum og jókst um 3 milljarða króna (37,9%) samanborið við febrúar 2022. Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1335,8 milljörðum króna og jókst um 315,1 milljarð miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,9% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 192 og var gengið 1,2% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 194,4. Gengið veiktist um 7% í febrúar (201,3) samanborið við febrúar 2022 (188,2). Endurskoðun fyrri niðurstaðna Meðferð á leigusamningum á flugvélum í þjóðhagsreikningum og utanríkisviðskiptum hefur verið til skoðunar á Hagstofunni um nokkurt skeið eftir að breytingar voru gerðar meðferð þessarra samninga við birtingu á niðurstöðum þjóðhagsreikninga í ágúst 2021. Leitað var til Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, varðandi aðferðafræðileg álitaefni í þessu sambandi. Var það niðurstaða Eurostat að aðgreiningur á milli fjármögunar- og rekstrarleigusamninga tæki mið af samskonar kostnaðarhlutfalli sem ræðst af markaðsveðmæti viðkomandi tækis og uppsöfnuðum leigugreiðslum yfir leigutímann. Í þeim tilvikum þar sem þetta hlutfall er tilölulega lágt sé um rekstrarleigu að ræða, en um fjármögnunarleigu að ræða sé hlutfallið hátt. Í ljósi þessarar niðurstöðu Eurostat hefur meðhöndlun á leigusamningum í samgöngum verið færð í upphaflegt horf frá því sem var fyrir breytinguna í ágúst 2021. Breytingin hefur þau áhrif að fyrir tímabilið 2018-2022 lækkar vöruinnflutningur og fjármunamyndun, en innflutt þjónusta eykst frá því sem áður var. Uppfært klukkan 15:09 eftir breytingar á frétt Hagstofunnar.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Landbúnaður Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira