Að skjóta niður skjólstæðinga sína Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Tekjur Kjaramál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun