Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 12:00 Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar