Seðlabanki Íslands Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:02 Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar. Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Ef þar fer eitthvað úrskeiðis verða afleiðingarnar afgerandi fyrir land og þjóð. Við eigum öll mikið undir því að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um fjármálamarkaði eru settar, eftirlit haft með hegðun fyrirtækja á markaði og rekstur fjármálastofnana skoðaður sé talin þörf á því, t.d. sé rekstur talinn of áhættusamur. Sama stofnun fer með peningastefnuna, ákveður vexti og bindiskyldu og getur haft áhrif á gengi krónunnar með kaupum og sölu á gjaldeyri. Það er grundvallaratrið fyrir starfsemina að sjálfstæði sé tryggt gagnvart ríkisstjórn hverju sinni. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi svo valdamikillar stofnunar. Til dæmis geta skapast hvatar fyrir stjórnmálamenn að láta flokkspólitíska hagsmuni frekar en faglegt mat ráða för við ráðningu embættismanna eða láti pólitíska hagsmuni ráða með því að reyna að hafa áhrif á eftirlitshlutverk Seðlabankans. Með lögum sem samþykkt voru á alþingi 2019 var ákveðið að bæta við tveimur varabankastjórum í Seðlabankann. Þeir urðu þá þrír samtals. Á sama tíma var tillaga minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að á fimm ára fresti skuli forsætisráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Fyrsta úttektin yrði í lok árs 2022. Fyrsta úttektin er komin. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Þar er líka að finna samantekt á íslensku. Þar kemur m.a. þetta fram: „Það fyrirkomulag æðstu stjórnunar sem valið var í kjölfar sameiningarinnar kann að hafa verið gagnlegt til að tryggja að fyrstu skref sameiningarinnar væru tekin með eins skilvirkum hætti og kostur var, en þjónar ekki vel hlutverki sínu til lengri tíma litið og þarfnast endurskoðunar. Einnig ber að endurhugsa hvar valdheimildum er komið fyrir sem ekki eru sérstaklega faldar nefndum eða yfirstjórn bankans sameiginlega í lögum (e. residual powers).“ Tiltekið er að fyrirkomulag æðstu stjórnunar bankans feli í sér of vítt valdsvið og áhættu vegna lykilmanns, sem er seðlabankastjórinn. Skýrsluhöfundar taka frama að þeir hafi ekki í öðrum seðlabönkum sem fella eftirlit inn í starfsemi sína, kynnst fyrirkomulagi stjórnunar sem víkur í jafn ríkum mæli frá stjórnunarháttum. „Við álítum ekki að þeir muni reynast vel til lengri tíma litið. Farsælla yrði að taka upp hefðbundnara stjórnunarfyrirkomulag“ segir í skýrslunni. Frumvarp forsætisráðherra Í efnahags- og viðskiptanefnd er til vinnslu frumvarp forsætisráðherra um Seðlabankann (þingskjal 683—541. mál) og breytingar á fyrirkomulagi innan fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Sérfræðingarnir benda á í skýrslunni að það stjórnskipulag og sú umgjörð sem sett var til að tryggja viðeigandi valddreifingu við ákvarðanatöku í Seðlabankanum hafi ekki gengið eftir í framkvæmd. Í skýrslunni er einnig bent á að verði frumvarp forsætisráðherra að lögum muni enn aukast á samþjöppun valds sem sérfræðingarnir vara sérstaklega við. Sérfræðingarnir taka fram að það skipulag sem nú sé í bankanum sé vart í takti við það sem löggjafinn hafi ætlað sér við setningu laganna 2019 og að skipulag bankans sé mjög óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Vald til töku ákvarðana hafi þjappast óeðlilega saman hjá seðlabankastjóra og vara þau sérstaklega við frekari samþjöppun þess. Umfjöllun skýrslunnar að þessu leyti nær reyndar ekki aðeins til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits heldur til varaseðlabankstjóranna þriggja og velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort þau geti rækt skyldur sínar við núverandi aðstæður. Einnig telja þau gagnrýnivert að deildarstjórar bankans heyri beint undir seðlabankastjóra en ekki varaseðlabankastjórana. Á það er bent að meðlimir peningastefnunefndar, og virðist þar einkum átt við seðlabankastjóra, verði að gera greinarmun á eigin skoðunum og ákvörðunum nefnda þegar ákvarðanir eru kynntar. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar að Ísland væri orðið lágvaxtaland þegar seðlabankastjóri tilkynnti það sumarið 2020 með hugsanlega skaðlegum áhrifum fyrir ákvarðanir heimila í eigin fjármálum? Og hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar í október að vextir yrðu ekki hækkaðir frekar? Vaxtahækkunin í nóvember leiddi í ljós hið gagnstæða. Var það einnig álit peningastefnunefndar að nýlegir kjarasamningar myndu ekki auka verðbólgu eða var það persónulegt álit seðlabankastjóra þegar hann talaði um það? Og á Seðlabankinn að segja til um hvort óverðtryggð eða verðtryggð lán séu hagkvæmari sem síðan fer eftir ákvörðun bankans sjálfs? Hverju sem öðru líður er það eindregin niðurstaða sérfræðinganna að þörf sé á öðru fyrirkomulagi ábyrgðarskila innan bankans en nú er viðhaft, ekki síst til að forðast óþarfa samþjöppun ákvarðanatöku. Ef forsætisráðherra tekur mark á skýrslunni leggst hún gegn eigin frumvarpi sem þjappar valdi innan bankans enn frekar til eins einstaklings, seðlabankastjóra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Seðlabankinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar. Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Ef þar fer eitthvað úrskeiðis verða afleiðingarnar afgerandi fyrir land og þjóð. Við eigum öll mikið undir því að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um fjármálamarkaði eru settar, eftirlit haft með hegðun fyrirtækja á markaði og rekstur fjármálastofnana skoðaður sé talin þörf á því, t.d. sé rekstur talinn of áhættusamur. Sama stofnun fer með peningastefnuna, ákveður vexti og bindiskyldu og getur haft áhrif á gengi krónunnar með kaupum og sölu á gjaldeyri. Það er grundvallaratrið fyrir starfsemina að sjálfstæði sé tryggt gagnvart ríkisstjórn hverju sinni. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi svo valdamikillar stofnunar. Til dæmis geta skapast hvatar fyrir stjórnmálamenn að láta flokkspólitíska hagsmuni frekar en faglegt mat ráða för við ráðningu embættismanna eða láti pólitíska hagsmuni ráða með því að reyna að hafa áhrif á eftirlitshlutverk Seðlabankans. Með lögum sem samþykkt voru á alþingi 2019 var ákveðið að bæta við tveimur varabankastjórum í Seðlabankann. Þeir urðu þá þrír samtals. Á sama tíma var tillaga minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að á fimm ára fresti skuli forsætisráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Fyrsta úttektin yrði í lok árs 2022. Fyrsta úttektin er komin. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Þar er líka að finna samantekt á íslensku. Þar kemur m.a. þetta fram: „Það fyrirkomulag æðstu stjórnunar sem valið var í kjölfar sameiningarinnar kann að hafa verið gagnlegt til að tryggja að fyrstu skref sameiningarinnar væru tekin með eins skilvirkum hætti og kostur var, en þjónar ekki vel hlutverki sínu til lengri tíma litið og þarfnast endurskoðunar. Einnig ber að endurhugsa hvar valdheimildum er komið fyrir sem ekki eru sérstaklega faldar nefndum eða yfirstjórn bankans sameiginlega í lögum (e. residual powers).“ Tiltekið er að fyrirkomulag æðstu stjórnunar bankans feli í sér of vítt valdsvið og áhættu vegna lykilmanns, sem er seðlabankastjórinn. Skýrsluhöfundar taka frama að þeir hafi ekki í öðrum seðlabönkum sem fella eftirlit inn í starfsemi sína, kynnst fyrirkomulagi stjórnunar sem víkur í jafn ríkum mæli frá stjórnunarháttum. „Við álítum ekki að þeir muni reynast vel til lengri tíma litið. Farsælla yrði að taka upp hefðbundnara stjórnunarfyrirkomulag“ segir í skýrslunni. Frumvarp forsætisráðherra Í efnahags- og viðskiptanefnd er til vinnslu frumvarp forsætisráðherra um Seðlabankann (þingskjal 683—541. mál) og breytingar á fyrirkomulagi innan fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Sérfræðingarnir benda á í skýrslunni að það stjórnskipulag og sú umgjörð sem sett var til að tryggja viðeigandi valddreifingu við ákvarðanatöku í Seðlabankanum hafi ekki gengið eftir í framkvæmd. Í skýrslunni er einnig bent á að verði frumvarp forsætisráðherra að lögum muni enn aukast á samþjöppun valds sem sérfræðingarnir vara sérstaklega við. Sérfræðingarnir taka fram að það skipulag sem nú sé í bankanum sé vart í takti við það sem löggjafinn hafi ætlað sér við setningu laganna 2019 og að skipulag bankans sé mjög óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Vald til töku ákvarðana hafi þjappast óeðlilega saman hjá seðlabankastjóra og vara þau sérstaklega við frekari samþjöppun þess. Umfjöllun skýrslunnar að þessu leyti nær reyndar ekki aðeins til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits heldur til varaseðlabankstjóranna þriggja og velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort þau geti rækt skyldur sínar við núverandi aðstæður. Einnig telja þau gagnrýnivert að deildarstjórar bankans heyri beint undir seðlabankastjóra en ekki varaseðlabankastjórana. Á það er bent að meðlimir peningastefnunefndar, og virðist þar einkum átt við seðlabankastjóra, verði að gera greinarmun á eigin skoðunum og ákvörðunum nefnda þegar ákvarðanir eru kynntar. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar að Ísland væri orðið lágvaxtaland þegar seðlabankastjóri tilkynnti það sumarið 2020 með hugsanlega skaðlegum áhrifum fyrir ákvarðanir heimila í eigin fjármálum? Og hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar í október að vextir yrðu ekki hækkaðir frekar? Vaxtahækkunin í nóvember leiddi í ljós hið gagnstæða. Var það einnig álit peningastefnunefndar að nýlegir kjarasamningar myndu ekki auka verðbólgu eða var það persónulegt álit seðlabankastjóra þegar hann talaði um það? Og á Seðlabankinn að segja til um hvort óverðtryggð eða verðtryggð lán séu hagkvæmari sem síðan fer eftir ákvörðun bankans sjálfs? Hverju sem öðru líður er það eindregin niðurstaða sérfræðinganna að þörf sé á öðru fyrirkomulagi ábyrgðarskila innan bankans en nú er viðhaft, ekki síst til að forðast óþarfa samþjöppun ákvarðanatöku. Ef forsætisráðherra tekur mark á skýrslunni leggst hún gegn eigin frumvarpi sem þjappar valdi innan bankans enn frekar til eins einstaklings, seðlabankastjóra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar