Þakklæti Héðinn Unnsteinsson skrifar 3. febrúar 2023 11:01 Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning. Nýlega stefnu Geðhjálpar höfum við nýtt sem kjölfestu í aðgerðum og samskiptum við íslenskt samfélag. Unnið markvisst út frá hlutverki samtakanna um að rækta geðheilsuÍslendinga innan þriggja flokka stefnunnar, stöðugrar framsækni, öflugrar geðræktar og tryggðra mannréttinda. Við höfum sem samtök styrkst og á sama tíma höfum við búið við þá gæfu að styrkja aðra. Ég tel ríkan vilja innan núverandi stjórnar að halda áfram að gera öðrum kleift að blómstra. Á aðalfundi samtakanna, 8. maí 2021 stofnuðu samtökin „Styrktarsjóð geðheilbrigðis“ (gedsjodur.is) með það fyrir augum að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Sjóðurinn er sjálfstæður með sér stjórn og fagráð og er ásetningur stjórnar samtakanna að halda áfram að styrkja sjóðinn þannig að úr honum verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, s.s. geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda. Um leið og ég þakka stjórn og starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyrir samstarfið vil ég sértaklega þakka öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt okkur í orði og verki. Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn. Með þakklæti, Héðinn Unnsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning. Nýlega stefnu Geðhjálpar höfum við nýtt sem kjölfestu í aðgerðum og samskiptum við íslenskt samfélag. Unnið markvisst út frá hlutverki samtakanna um að rækta geðheilsuÍslendinga innan þriggja flokka stefnunnar, stöðugrar framsækni, öflugrar geðræktar og tryggðra mannréttinda. Við höfum sem samtök styrkst og á sama tíma höfum við búið við þá gæfu að styrkja aðra. Ég tel ríkan vilja innan núverandi stjórnar að halda áfram að gera öðrum kleift að blómstra. Á aðalfundi samtakanna, 8. maí 2021 stofnuðu samtökin „Styrktarsjóð geðheilbrigðis“ (gedsjodur.is) með það fyrir augum að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Sjóðurinn er sjálfstæður með sér stjórn og fagráð og er ásetningur stjórnar samtakanna að halda áfram að styrkja sjóðinn þannig að úr honum verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, s.s. geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda. Um leið og ég þakka stjórn og starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyrir samstarfið vil ég sértaklega þakka öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt okkur í orði og verki. Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn. Með þakklæti, Héðinn Unnsteinsson.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun