Þakklæti Héðinn Unnsteinsson skrifar 3. febrúar 2023 11:01 Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning. Nýlega stefnu Geðhjálpar höfum við nýtt sem kjölfestu í aðgerðum og samskiptum við íslenskt samfélag. Unnið markvisst út frá hlutverki samtakanna um að rækta geðheilsuÍslendinga innan þriggja flokka stefnunnar, stöðugrar framsækni, öflugrar geðræktar og tryggðra mannréttinda. Við höfum sem samtök styrkst og á sama tíma höfum við búið við þá gæfu að styrkja aðra. Ég tel ríkan vilja innan núverandi stjórnar að halda áfram að gera öðrum kleift að blómstra. Á aðalfundi samtakanna, 8. maí 2021 stofnuðu samtökin „Styrktarsjóð geðheilbrigðis“ (gedsjodur.is) með það fyrir augum að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Sjóðurinn er sjálfstæður með sér stjórn og fagráð og er ásetningur stjórnar samtakanna að halda áfram að styrkja sjóðinn þannig að úr honum verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, s.s. geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda. Um leið og ég þakka stjórn og starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyrir samstarfið vil ég sértaklega þakka öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt okkur í orði og verki. Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn. Með þakklæti, Héðinn Unnsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning. Nýlega stefnu Geðhjálpar höfum við nýtt sem kjölfestu í aðgerðum og samskiptum við íslenskt samfélag. Unnið markvisst út frá hlutverki samtakanna um að rækta geðheilsuÍslendinga innan þriggja flokka stefnunnar, stöðugrar framsækni, öflugrar geðræktar og tryggðra mannréttinda. Við höfum sem samtök styrkst og á sama tíma höfum við búið við þá gæfu að styrkja aðra. Ég tel ríkan vilja innan núverandi stjórnar að halda áfram að gera öðrum kleift að blómstra. Á aðalfundi samtakanna, 8. maí 2021 stofnuðu samtökin „Styrktarsjóð geðheilbrigðis“ (gedsjodur.is) með það fyrir augum að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Sjóðurinn er sjálfstæður með sér stjórn og fagráð og er ásetningur stjórnar samtakanna að halda áfram að styrkja sjóðinn þannig að úr honum verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, s.s. geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda. Um leið og ég þakka stjórn og starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyrir samstarfið vil ég sértaklega þakka öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt okkur í orði og verki. Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn. Með þakklæti, Héðinn Unnsteinsson.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun