Velsæld og árangur? Agnes Barkardóttir skrifar 22. janúar 2023 21:07 Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun