Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar 24. ágúst 2025 15:31 Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum. Tökum dæmi: íbúð sem er til sölu á vísi í dag seldist árið 2011 á 19,1m en er í dag ásett á 84,5m. Það er hækkun um 340% á aðeins 14 árum. Hafa launin þín hækkað um 340% á þessum tíma? Það eru margar leiðir til að afla tekna. Launatekjur er ein leið, en aðrar eru fjármagnstekjur en þær eru t.d. leigutekjur, vaxtatekjur, söluhagnaður, arðgreiðslur og arfur. Ein af þessum tekjulindum stendur ekki í takt við kostnað á því að lifa, og það eru launin. Fjármagnstekjur hins vegar hafa hækkað langt umfram nauðsynlegan kostnað heimila. Piketty (2014, Capital in the 21st Century) sýnir að þegar ávöxtun fjármagns (r) er hærri en hagvöxtur (g), þá magnast auður upp hjá þeim sem þegar hafa fjármagn, því þeir uppskera leigu, arð og vexti af þeim sem eiga bara launin sín. OECD og World Inequality Database sýna að í flestum vestrænum ríkjum hefur þetta mynstur aukið efnahagslegt ójafnvægi síðustu áratugi. 50% af Íslendingum eiga að jafnaði ekki neitt. Sem þýðir að helmingur þjóðarinnar erfir ekki neina eignarmyndun, föst á leigumarkaði og dýrara verður ár hvert að reyna að eignast eitthvað. Núna vitum við öll hvað það þýðir fyrir hagkerfið og samfélagið en ég útskýri það meira neðar. Á Íslandi má sjá þetta í tölum Hagstofunnar: fjármagnstekjur heimila jukust um 13,1% árið 2024, en launatekjur aðeins um 7,6%. þannig að fjármagn veltist hraðar áfram en laun. Þetta er ekkert óhapp, heldur formúla og hönnun á efnahagskerfi sem kallast kapítalismi. Kapítalismi er sagður vera byggður á samkeppni. Keppnin á að knýja áfram hagvöxt og allir eiga að njóta góðs af því. En þegar þú setur einstaklinga sem lifa eingöngu á laununum sínum í keppni á móti einstaklingum sem hafa bæði laun og fjármagnstekjur þá er sú keppni nokkuð auðveldlega ákveðin fyrirfram. Það er eins og að setja 17 ára 50 kg einstakling upp í kraftlyftingakeppni á móti Hafþóri Júlíussyni. Rétt eins og Hafþór vill keppa við aðra risavaxna karla, þá vilja stórfyrirtæki og auðmenn keppa sín á milli. Sú barátta hristir verulega í hagkerfinu en ekki á hagkvæman hátt. Ímyndaðu þér hoppukastala með hópi barna. Inn koma tveir pabbar og byrja að hoppa. Börnin (launþegarnir) meiðast, en pabbarnir (auðmennirnir) finna lítið fyrir því. Á toppnum hristist hagkerfið en það kemur lítið til baka niður. Auðurinn fer frekar í skattaskjól, lúxusvörur og þjónustu en í innviði samfélagsins. Sá lífsstíll hækkar meðalverðlag fyrir alla. Það hefur því áhrif á alla innan samfélagsins því við deilum öll sama hagkerfinu. Eyðsla þeirra auðugustu er nauðsynleg tölfræðileg breyta þegar við sjáum vaxandi verðbólgu vegna þess að þeir eru einfaldlega of stórir pabbar í of litlum hoppukastala. Þeir sem eiga mestan auð geta stjórnað leikreglunum með áhrifum á pólitík, lög og stefnumótun. Þannig er talið ólíklegt að tekjulægsta fólkið nái að koma sér út úr vítahring fátæktar. Hópur tekjulágra sér nauðsynlegan kostnað verða dýrari með hverju árinu með þessari þróun og ef við skoðum afleiðingar þess útfrá sál- og félagsfræðilegum rannsóknum þá veldur það beint andlegri hnignun sem breiðist út í samfélagið með alvarlegum hegðunar og andfélagslegum vandamálum. Svo sem hækkandi glæpatíðni, ofbeldi og vímuefnaneyslu. Langvinn streita, kvíði og þunglyndi þar sem fólk missir bæði von og vald á eigin lífi vegna þess hversu ólíkleg þau eru til þess að eiga innihaldsríkt líf. Kerfið vinnur gegn þeim, grefur undan styrkleikum þeirra og ýtir undir veikleika eins og tilfinningalegt ójafnvægi, örvættingu og græðgi. Þetta er ekki bara persónuleg kreppa heldur samfélagsleg þróun sem byggist upp smám saman í gegnum margar kynslóðir. Lokastig kapítalismans birtist því sjaldnast sem augljós endir. heldur þróast í það að einstaklingar og hópar leita uppi sökudólga á efnahagslegum óstöðuleika og tilfinningalegu ójafnvægi: launþegar ásaka elítuna, elítan ásakar launþega, margir ásaka innflytjendur og fólk á bótum, hægrið ásakar vinstrið og öfugt. Það er því fráhrindandi hugsunarháttur að telja sig sig trú um það að endalaus hagvöxtur, ósanngjörn samkeppni, og mannskemmandi neysluhyggja geti viðhaldið traustu og heilbrigðu samfélagi. Stattu vörð um launin þín og verndaðu samfélagið þitt með því að sameinast þeim 50% sem lifa eingöngu á launum. Þannig tryggjum við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að þær renni til elítunnar sem gerir þær að munaðarvöru og selur eða leigir þær aftur til launafólksins. Höfundur er sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum. Tökum dæmi: íbúð sem er til sölu á vísi í dag seldist árið 2011 á 19,1m en er í dag ásett á 84,5m. Það er hækkun um 340% á aðeins 14 árum. Hafa launin þín hækkað um 340% á þessum tíma? Það eru margar leiðir til að afla tekna. Launatekjur er ein leið, en aðrar eru fjármagnstekjur en þær eru t.d. leigutekjur, vaxtatekjur, söluhagnaður, arðgreiðslur og arfur. Ein af þessum tekjulindum stendur ekki í takt við kostnað á því að lifa, og það eru launin. Fjármagnstekjur hins vegar hafa hækkað langt umfram nauðsynlegan kostnað heimila. Piketty (2014, Capital in the 21st Century) sýnir að þegar ávöxtun fjármagns (r) er hærri en hagvöxtur (g), þá magnast auður upp hjá þeim sem þegar hafa fjármagn, því þeir uppskera leigu, arð og vexti af þeim sem eiga bara launin sín. OECD og World Inequality Database sýna að í flestum vestrænum ríkjum hefur þetta mynstur aukið efnahagslegt ójafnvægi síðustu áratugi. 50% af Íslendingum eiga að jafnaði ekki neitt. Sem þýðir að helmingur þjóðarinnar erfir ekki neina eignarmyndun, föst á leigumarkaði og dýrara verður ár hvert að reyna að eignast eitthvað. Núna vitum við öll hvað það þýðir fyrir hagkerfið og samfélagið en ég útskýri það meira neðar. Á Íslandi má sjá þetta í tölum Hagstofunnar: fjármagnstekjur heimila jukust um 13,1% árið 2024, en launatekjur aðeins um 7,6%. þannig að fjármagn veltist hraðar áfram en laun. Þetta er ekkert óhapp, heldur formúla og hönnun á efnahagskerfi sem kallast kapítalismi. Kapítalismi er sagður vera byggður á samkeppni. Keppnin á að knýja áfram hagvöxt og allir eiga að njóta góðs af því. En þegar þú setur einstaklinga sem lifa eingöngu á laununum sínum í keppni á móti einstaklingum sem hafa bæði laun og fjármagnstekjur þá er sú keppni nokkuð auðveldlega ákveðin fyrirfram. Það er eins og að setja 17 ára 50 kg einstakling upp í kraftlyftingakeppni á móti Hafþóri Júlíussyni. Rétt eins og Hafþór vill keppa við aðra risavaxna karla, þá vilja stórfyrirtæki og auðmenn keppa sín á milli. Sú barátta hristir verulega í hagkerfinu en ekki á hagkvæman hátt. Ímyndaðu þér hoppukastala með hópi barna. Inn koma tveir pabbar og byrja að hoppa. Börnin (launþegarnir) meiðast, en pabbarnir (auðmennirnir) finna lítið fyrir því. Á toppnum hristist hagkerfið en það kemur lítið til baka niður. Auðurinn fer frekar í skattaskjól, lúxusvörur og þjónustu en í innviði samfélagsins. Sá lífsstíll hækkar meðalverðlag fyrir alla. Það hefur því áhrif á alla innan samfélagsins því við deilum öll sama hagkerfinu. Eyðsla þeirra auðugustu er nauðsynleg tölfræðileg breyta þegar við sjáum vaxandi verðbólgu vegna þess að þeir eru einfaldlega of stórir pabbar í of litlum hoppukastala. Þeir sem eiga mestan auð geta stjórnað leikreglunum með áhrifum á pólitík, lög og stefnumótun. Þannig er talið ólíklegt að tekjulægsta fólkið nái að koma sér út úr vítahring fátæktar. Hópur tekjulágra sér nauðsynlegan kostnað verða dýrari með hverju árinu með þessari þróun og ef við skoðum afleiðingar þess útfrá sál- og félagsfræðilegum rannsóknum þá veldur það beint andlegri hnignun sem breiðist út í samfélagið með alvarlegum hegðunar og andfélagslegum vandamálum. Svo sem hækkandi glæpatíðni, ofbeldi og vímuefnaneyslu. Langvinn streita, kvíði og þunglyndi þar sem fólk missir bæði von og vald á eigin lífi vegna þess hversu ólíkleg þau eru til þess að eiga innihaldsríkt líf. Kerfið vinnur gegn þeim, grefur undan styrkleikum þeirra og ýtir undir veikleika eins og tilfinningalegt ójafnvægi, örvættingu og græðgi. Þetta er ekki bara persónuleg kreppa heldur samfélagsleg þróun sem byggist upp smám saman í gegnum margar kynslóðir. Lokastig kapítalismans birtist því sjaldnast sem augljós endir. heldur þróast í það að einstaklingar og hópar leita uppi sökudólga á efnahagslegum óstöðuleika og tilfinningalegu ójafnvægi: launþegar ásaka elítuna, elítan ásakar launþega, margir ásaka innflytjendur og fólk á bótum, hægrið ásakar vinstrið og öfugt. Það er því fráhrindandi hugsunarháttur að telja sig sig trú um það að endalaus hagvöxtur, ósanngjörn samkeppni, og mannskemmandi neysluhyggja geti viðhaldið traustu og heilbrigðu samfélagi. Stattu vörð um launin þín og verndaðu samfélagið þitt með því að sameinast þeim 50% sem lifa eingöngu á launum. Þannig tryggjum við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að þær renni til elítunnar sem gerir þær að munaðarvöru og selur eða leigir þær aftur til launafólksins. Höfundur er sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun