Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Kópavogur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun