Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:32 Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Atvinnurekendur Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun