Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. ágúst 2025 10:03 Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar