Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 22. ágúst 2025 08:02 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun