Veður hefur verið slæmt á svæðinu síðustu daga sem hefur torveldað leit björgunaraðila. Enn er beðið eftir veður skáni til að hægt sé að senda út björgunarlið á jörðu niðri, en síðustu daga hefur meðal annars verið notast við dróna og þyrlu við leitina.
Hinn 65 ára Sands er þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Killing Fields, A Room with a View, 24, Boxing Helena, Leaving Las Vegas og Smallville.
Talsmaður lögreglu í San Bernandino-sýslu segir að bíllinn hafi fundist á bílastæði og er gert ráð fyrir að Sands hafi svo haldið í göngu. Fjölskylda Sands hefur nú látið draga bílinn í burtu, að því er segir í frétt BBC. Lögreglu barst tilkynning um að Sands væri saknað um kvöldmatarleytið föstudaginn 13. janúar.
Sands hefur búið í Los Angeles frá árinu 2020 og lék síðast í dramamyndinni Benediction sem skartaði einnig þeim Jack Lowden og Peter Capaldi í helstu hlutverkum.
Sands fór með hlutverk blóðföður Súperman í Smallville-þáttunum og Vladimir Bierko í 24.