Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda Eyjólfur Ármannsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Allir vita að Ísland framleiðir enga raforku með kolum, olíu eða kjarnorku. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Afar mikilvægt er að þekkja uppruna þeirra vara sem við kaupum. Skiptir þá engu hvort varan er fullkomlega skiptanleg eins og raforkan eða ekki. Það væru t.d. fulkomin vörusvik að selja upprunaábyrgð á íslenskum þorski og setja hann á þorsk annars lands. Það sama gildir um raforku frá Íslandi. Græna orkan okkar hættir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upprunaábyrgð. Það er ekki flóknara en það. Ísland er ekki tengt raforkukerfi Evrópu og engin kjarnorku- og kolafram-leidd raforka er til sölu í íslenska dreifikerfinu. Óskhyggja Landsvirkjunar um annað breytir engu um þá staðreynd. Það er grátlegt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okkar er máluð í kolsvörtum mengandi litum. Sala upprunaábyrgða til ESB sýnir á pappírnum að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með 57% jarðefnaeldsneytis og 30% kjarnorku. Vægast sagt ömurlegt er að horfa upp á þessa fölsun á raunveruleikanum. Á pappírnum fyrir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Sýndarmennska ríkistjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Ríkisstjórnin ætlar sér – sé eitthvað að marka stjórnarsáttmála hennar – að Ísland verði í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Er sú forysta fólgin í því að heimili landsins séu sögð nota raforku framleidda úr kjarnorku og kolum? Í löggjöf ESB eru reglur sem segja til um sönnun á uppruna vöru. Ætlum við að láta bjóða okkur það að heimilin okkar séu stimpluð á alþjóðavísu sem umhverfissóðar sem kaupi raforku framleidda með kjarnorku og kolum nema við greiðum hærra verð fyrir? Við eigum að krefjast upplýsinga um uppruna þeirrar raforku sem okkur er seld. Hvar verður sú raforka til á Íslandi sem framleidd er úr kolum eða með kjarn-orku? Við viljum fá svar við því. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Allir vita að Ísland framleiðir enga raforku með kolum, olíu eða kjarnorku. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Afar mikilvægt er að þekkja uppruna þeirra vara sem við kaupum. Skiptir þá engu hvort varan er fullkomlega skiptanleg eins og raforkan eða ekki. Það væru t.d. fulkomin vörusvik að selja upprunaábyrgð á íslenskum þorski og setja hann á þorsk annars lands. Það sama gildir um raforku frá Íslandi. Græna orkan okkar hættir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upprunaábyrgð. Það er ekki flóknara en það. Ísland er ekki tengt raforkukerfi Evrópu og engin kjarnorku- og kolafram-leidd raforka er til sölu í íslenska dreifikerfinu. Óskhyggja Landsvirkjunar um annað breytir engu um þá staðreynd. Það er grátlegt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okkar er máluð í kolsvörtum mengandi litum. Sala upprunaábyrgða til ESB sýnir á pappírnum að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með 57% jarðefnaeldsneytis og 30% kjarnorku. Vægast sagt ömurlegt er að horfa upp á þessa fölsun á raunveruleikanum. Á pappírnum fyrir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Sýndarmennska ríkistjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Ríkisstjórnin ætlar sér – sé eitthvað að marka stjórnarsáttmála hennar – að Ísland verði í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Er sú forysta fólgin í því að heimili landsins séu sögð nota raforku framleidda úr kjarnorku og kolum? Í löggjöf ESB eru reglur sem segja til um sönnun á uppruna vöru. Ætlum við að láta bjóða okkur það að heimilin okkar séu stimpluð á alþjóðavísu sem umhverfissóðar sem kaupi raforku framleidda með kjarnorku og kolum nema við greiðum hærra verð fyrir? Við eigum að krefjast upplýsinga um uppruna þeirrar raforku sem okkur er seld. Hvar verður sú raforka til á Íslandi sem framleidd er úr kolum eða með kjarn-orku? Við viljum fá svar við því. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun