Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2023 19:03 Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Biden en Demókratar höfðu gert harða hríð að Donald Trump fyrrverandi forseta sem einnig sat á skjölum sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Getty/Kevin Dietsch Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. Greint var frá því í vikunni að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður til að skoða meðhöndlun Bandaríkjaforseta á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á víð og dreif, til að mynda á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Skjölin eru tiltölulega fá en Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að gögn hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans, Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement, 2. nóvember 2021. Í desember fannst svo skjal á heimili hans. Hvíta húsið lýsti því þá yfir að um eina staka blaðsíðu væri að ræða. Biden hélt því fam að hann ætlaði að vinna með rannsakendum og varpa ljósi á málið í fullu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. AP fréttaveitan greinir nú frá því að lögmaðurinn Richard Sauber hafi fundið sex skjöl heima hjá forsetanum. Skjölin eru nú komin í vörslu dómsmálaráðuneytisins, en forsetinn kveðst hafa haft skjölin í fórum sínum vegna mistaka. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður til að skoða meðhöndlun Bandaríkjaforseta á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á víð og dreif, til að mynda á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Skjölin eru tiltölulega fá en Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að gögn hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans, Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement, 2. nóvember 2021. Í desember fannst svo skjal á heimili hans. Hvíta húsið lýsti því þá yfir að um eina staka blaðsíðu væri að ræða. Biden hélt því fam að hann ætlaði að vinna með rannsakendum og varpa ljósi á málið í fullu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. AP fréttaveitan greinir nú frá því að lögmaðurinn Richard Sauber hafi fundið sex skjöl heima hjá forsetanum. Skjölin eru nú komin í vörslu dómsmálaráðuneytisins, en forsetinn kveðst hafa haft skjölin í fórum sínum vegna mistaka.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09