Af hverju þarf Eflingarfólk að fá meira en landsbyggðarfólk Stefán Ólafsson skrifar 14. janúar 2023 13:32 Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Stefán Ólafsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun