Er ekki tilefni til að skammast sín og biðjast afsökunar? Tómas Ellert Tómasson skrifar 10. janúar 2023 19:00 Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun